Það er ógrynni af hvolpum auglýstir gefins í DV, sérstaklega á miðvikudögum og þá í Gefins dálknum í smáauglýsingunum.
Einnig eru dýralæknar oft með lista yfir hunda sem eru gefins. Einnig er dýravernd með einhverja hvolpa á skrá, ég fékk minn hvolp í gegnum þá.
Ef að þú færð þér blending þá er gott að hafa það bakvið eyrað að það er öruggara, én þess þó að vera pottþétt, að þessir “fjölskylduhundar” hafa reynst best með börnum. SS Labrador og Golden, en ég er alls ekki að segja að önnur kyn séu eitthvað verri. Það er mjög gott að spyrja um geðslag foreldranna, allavega móðurinnar, oftast er faðerni óþekkt hjá blendingshvolpum. (að ég held)
Mig langar líka að benda þér á það að það eru oft eldri hundar sem fást gefins og það er erfiðara fyrir þá að finna gott heimili sökum þess að þeir eru ekki lengur ungir hvolpar, það er kannski allt í lagi að kíkja á hvort að þeir komi til greina, ef að þú er til í að fá eldri hund.
Gangi þér vel í leitinni