Hvolpaframleiðsla eða puppymill er það þegar “ræktandinn eða réttara sakt framleiðandinn” hugsar ekki um velferð dýranna, heldur aðeins peningana sem hann græðir af því að selja hvolpa og er því alltaf með hvolpa til sölu og lætur tíkurnar gjóta of oft…..
þetta er orðið vandamál úti sérstaklega þegar hundar eru seldir í gæludýrabúðum og það er kjörin leið til að hagnast á hvolpafamleiðslu fyrir peningagráðuga og tilfinningalausa manneskju.
ræktunardýrin eru geymd í skítugum hlöðum eða búrum og fá enga ást né ummhyggju. tíkurnar eru látnar gjóta 2 jafnvel 3 á ári sem er allt of mikið.
þegar hvolparnir eru orðnir nógu stórir eru þeir teknir frá mömmu sinni með hörðum höndum, seldir t.d. í gæludýrabúðir þar sem þeir eru settir inn í lítil sölubúr og látnir dúsa þar allan daginn og ekki nó með það þeir þurfa að gista í mannlausri búðinni á nóttunni. það er eins með ketti og hunda þeir eru félagsverur og þurfa mannlega ummhyggju, þeir eru ekki dýr sem geta verið í búrum allan daginn!!!
því miður hafa dæmi komið upp hérlendis að tíkur sé látnar gjóta og oft og ummönnun ræktunarhunda sé slæm..látum þetta ekki viðgangast…
til að fræðast meira um puppymill tékkið á http://www.nopuppymills.com/