Ég er að setja þetta inn fyrir vinafólk mitt.

Tíkin sást síðast á Geldingarnesi kl 21:30 í gær, eigendurnir voru með hundana sína þar svo þegar kallað er á alla inn í bíl komu allir, en Replica kom ekki og sást ekki, þetta er tík sem fer aldrei neitt, ég man ekki hvað hún er gömul en mig minnir um 3-4 ára, það sem er svo skrítið er að hún ætti síst af öllum að fara eitthvað.

Eigendurnir og fleiri eru búnir að leita frá því hún hvarf til 04:30 í nótt og fóru svo aftur kl 06:30 í morgun og löbbuðu alla ströndina, það er hægt að segja að þau hafi fínkempt svæðið, en þau ætla að fara aftur í dag þegar þau hafa hvílt sig aðeins.

Þegar að hundarnir voru kallaðir inn í bíl þá var einn bíll sem keyrði þarna, stoppaði og fór til baka, við vitum ekki hvort það hafi verið einhver sem hafi ætlað að sleppa hundinum sínum og hætt við þegar hann sá hina, en svo er auðvitað hinn möguleikinn það er að hann hafi kannski haldið að Replica væri ein og hann hafi tekið hana, sem við eiginlega efumst um, en höldum öllum möguleikum opnum.

Viljiði vera svo væn að hafa augun opin ef þið farið þangað eða þekkið eitthvað fólk sem fer þangað, það er búið að hringja í Dýraeftirlitið og Lögregluna.

Ef þið vitið eitthvað þá endilega hafið samband við Kareni í símum 587-9876. og 661-9876

Hér eru myndir af henni þ.e.a.s. ef þetta heppnast

http://draumora.com/gal/disp_img.php?id_img=1300
http://draumora.com/gal/disp_img.php?id_img=1299