Ef þú hefur áhuga. Heilir og sælir kæru hundavinir!!!

Það sem ég vil benda ykkur á með þessari grein eru hundadýningar fyrir alla frá og með aldrinum 10 ára ef ég man rétt.

Það eru æfingar í reihöll Gusts, og þangað kemur maður með hund að heiman eða annars staðar frá. Það er æðislega gaman, æfingarnar eru að kostnaðarlausu en eftir nokkrar æfingar kemur að sýningu. Maður ræður hvort maður vill keppa eða ekki en það getir kostað eitthvað smotterí, t.d. síðasta sýning kostaði að mig minnir 2.500 kr. En aftur að æfingunum. Já, maður mætir í reiðhöll Gusts með hund og manni er kennt ýmislegt meðal annars að fara í ‘'T’' ‘'I’' þríhyrning, hvernig maður á að vera og haga sér, og margt fleira!

Þegar kemur að sýningunni fara flestir í ‘'dragt’' með flotta sýningaról fyrir hundinn og það er oftast keppt í tvemur hlutum. Allir þátttakendur fá nammi :D og svo frekari verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, eða þannig er það oftast :)

Þetta er mjög gaman og spennandi, alltaf gaman að reyna og hver veit, kannski vinnur maður en ef ekki þá veistu að þú hafir gert þitt besta og reynir bara aftur.

Frekari upplýsingar eru að finna á



ps. Þið hundavinir eruð ekki að standa ykkur, þið þurfið að stunda áhugamálið af meiri krafti ;)