Mig langar líka að heyra í einhverjum sem hefur farið með hundinn sinn í svona hundafimi og heyra hvað eigandanum og hundinum fannst um þetta, ég er rosalega spennt fyrir þessu, en langar að vita hvort að þetta sé virði að fara í :)
Tekið af www.hrfi.is
“Hundafimi - Agility er alhliða íþróttagrein fyrir hunda. Í hundafimi læra hundarnir að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir svo sem að: skríða í gegnum göng eða poka, hoppa yfir margar gerðir af hindrunum og í gegnum dekk, jafnvægisæfingar á brú, klifra yfir vegg og ganga yfir vegasalt. Auk þess lærir hann að vinna með eiganda sínum skv. skipunum og bendingum. Með því að æfa hundafimi verður hundurinn meira meðvitaður um líkama sinn, lærir að vinna þrátt fyrir truflun frá öðrum hundum og fær andlega örvun sem gerir það að verkum að hundurinn verður rólegur og glaður heimilishundur sem fær að vinna.
Stjórn íþróttadeildar hefur ákveðið að breyta starfseminni á þann veg að nú verður boðið upp á 8 vikna námskeið í hundafimi sem fólk þarf að skrá sig á og greiða fyrir sanngjarnt verð. Á hverju námskeiði verða 4-6 hundar sem munu fara saman í gegnum allar æfingarnar frá byrjun til enda undir leiðsögn eins og sama kennara allan tímann. Útbúinn hefur verið sérstök námskrá sem kennt verður eftir. Að loknu námskeiði öðlast viðkomandi rétt til þátttöku í æfingum deildarinnar. Þeir sem nú stunda æfingar í hundafimi og flokkast ennþá undir byrjendahóp munu fara í gegnum stutt og hnitmiðað námskeið og útskrifast, en framvegis verður ekki tekið við neinum nýjum hundum á æfingu nema hann hafi lokið við námskeið í hundafimi.
Hægt er að skrá sig á byrjendanámskeið og fá nánari upplýsingar á skrifstofu HundaræktarfélagsÍslands (HRFÍ) Síðumúla 15,
108 Reykjavík, sími: 588 5255.”
———————————————–