Ég hef orðið var við það hjá hunda eigendum að ef maður setur út á flóarskinnið þeirra þá fær maður á sig þvílíkar skammir og fúkyrði.
Öðru gegnir um börn þessa fólks, það virðist vera í lagi að kvarta undan þeim en ekki hundinum.
Ég þekki til fólks sem býr hér í Rvík. Það á ekki hund heldur nágrannar þess. Þessu fólki var vel til vina og allt í góðu nema að hundur nágrananna skítur alltaf á innkeyrsluna hjá þeim. Hundurinn labbaði út úr sínu húsi og skeit á innkeyrsluna í næsta húsi og fór svo í burtu. Eigendur hundsins vissu af þessu en gerðu ekkert í því.
Einn góðan veður dag er þetta fólk sem ég þekki að spjalla við vin sinn sem vinnur hjá Borginni, e-ð varðandi dýra hald. Hann segist bara muni senda þessu fólki bréf um að úr þessu verði að bæta. Bréfið er sent. Núna ganga eigendur hundsins yfir götuna ef þau mæta nágrönnum sínum. Alveg þvílíkt móðguð yfir því að hafa kvartað yfir hundinum. Hvað er að sumu fólki????
Þetta er ekki það eina, ég sá eitt sinn úti á götu einn þann ljótasta huns sem ég hef á æfi minni séð. Hárlaus og allaur fjandinn. Ég segi svona við hann bara þar sem ég geng fram hjá: “Nei mikið djöful ert þú ljótur” Kellingin sem átti hundinn sveiflaði til mín töskunni sinni af því að ég sagði svona um hundinn! Þetta er hundurm hann skilur ekki mannamál er það? Hvorn móðgaði ég, hundinn eða eigandann?

Siggibet