Almennar æfingar

Að ganga í taum.
Það er nauðsinlegt að kenna hvolpi að ganga í taum, sérstaklega ef þú býrð á stað þar sem umferð er. Hvolpum finnst ekki þægilegt að vera með ól um hálsinn, þannig að í fyrsta skiptið er oft þannig að hvolpurinn stoppar og togar á móti, ekki draga hann á eftir þér.

Langur taumur hentar vel. Það er gott er að hafa nammi eða dót í hendinni og ganga síðan rösklega í burt frá hvolpinum og kalla síðan á hann og sína honum nammið/dótið, hvolpurinn fylgir þér að lokum eftir. Það þarf að vera þolinmóð/ur við þjálfunina.

Ganga og setjast við hæl.

Byrjið á því að hafa hundinn sitjandi vinstra megin við ykkur. Verið með nammi í vinstri hendinni (Flestir mæla með því að vera með nammi í þessari æfingu en það er hægt að sleppa því). Viðeigandi hælstaða er að háls hundsins sé í lóðréttri línu við vinstri fótinn. Segðu nafn hundsins og svo skipunina ,,hæll.”. Leið og þú gefur skipunina stígðu þá áfram með vinstri fótinn. Fyrsta skrefið ætti að vera örlítið minna en venjulegt skref.

Ef hundurinn rykkir áfram, gefðu þá skipunina ,,hæll” aftur og kipptu ólinni með vinstri hendinni aftur á bak. Kipptu stutt í tauminn, ekki draga hundinn aftur á bak. Líka ef að hundurinn hangsar fyrir aftan, gefðu skipunina ,,hæll” aftur og kipptu áfram. Sýndu hundinum nammið og haltu því svo hundurinn sjái upp að brjóstkassanum. Hrósaðu honum eftir nokkur skref þegar hann gengur rétt við hæl. Þegar hundurinn er búinn að ná þessu,gangið þá hraðar.

Horfðu alltaf á hundinn. Æfðu hælgönguna bæði með hundinn vinstra og hægra megin við þig, þegar hundurinn er hægra megin við þig ættirðu að nota aðra skipun, t.d. ,,fótur.” Á hundasýningum og í hundafimi t.d. er nauðsinlegt að hundurinn geti verið báðu megin við þig. Þegar hundurinn hefur lært að ganga við hæl í taum, endurtakið þjálfunina án þess að hafa tauminn.

Taktu nú beygjur með hundinn við hæl þér. Leiddu hundinn með vinstri fætinum. Notaðu en verðlaunin til að fá hundinn til að beygja, dragðu höndina niður að munni hundsins sýndu honum nammið og haltu því svo aftur upp að brjóstkassanum. Gefðu skipunina ,,hæll” leið og þú beygir. Æfið að fara í mismunandi áttir og hringi.


Seinna æfið þið sitja við hæl. Eftir u.þ.b. 6 skref áfram gefðu skipunina ,,sestu hæll” og láttu hann setjast við vinstri hlið þér og hrósaðu honum. Æfðu einnig þegar þið eruð búin að ná hælgöngunni vel að stoppa, þannig að hundurinn stoppar leið og þú, stoppið og segið skipunina ,,kyrr.”
Æfið ykkur út í garði, eða þar sem ekkert er áreiti í kring. Hafið stuttan taum eða brjótið tauminn nokkrum sinnum saman til að stytta hann. Hafið tauminn í hægri hendi. Varist að síendurtaka skipunina ,,hæll.”