“Suicide hotline… Please hold”
um Ösku gömlu.
Í desember 1994 kom lítill sætur kafloðinn grágulur hvolpur á heimilið okkar. Hún var íslenskur fjárhundur og hét Aska, hún var fædd 18 ágúst. Íslenskir fjárhundar eru með upprétt eyru og hryngað skott, þeir geta verið stutthærðir eða mjög loðnir. þeir verða að vera 3. litir og allir litir eru leifilegir í kyninu nema bröndóttir. Íslenski fjárhundurinn er með spora á afturlöppum ýmist einfalda eða tvöfalda, stundum kemur það fyrir að þeir hafi líka tvöfalda spora að framan og þykir það mjög flott. Áður fyrr var það talið merki um að sá hvolpur yrði mjög góður fjárhundur. Í rauninni man ég ekkert eftir því þegar Aska kom en mér finnst hún bara alltaf hafa verið hérna. Aska var kjög góður smali, rak hestana mjög vel. Aska eignaðist tvisvar sinnum hvolpa, í fyrra skiptið eignaðist hún bara tvo hvollpa, þau Mæru og Vask og Vaskur er orðin Íslenskur meistari í dag. Í seinna skiptið þá átti hún 5 hvolpa 1 srták og 4 stelpur. Ég sýndi Ösku tvisvar sinnum á hundasýningu, það varar rosa gaman. Þótt að við unnum ekki þá vorum við lang sætastar! Einu sinni þegar Aska var farin aðeldast þá var ég úti að ganga með hana og við fórum útá skjaldböku róló og ég fór í rennibrautina, renndi mér niður alveg hreyfingar laus og lá svo bara kirr. Aska hnusaði af mér og fór svo að gellta hástöfum og þagnaði ekki fyrr en ég stóð upp í hláturs kasti. Ég á kött sem heitir Dimmi , þegar ég fékk Dimma var ég bara 6 ára, ösku var ekki mjög vel við ketti en hún annaðist Dimma eins og sitt eigið afkvæmi. Stundum rakaði mamma Ösku þá leit hún út eins og lítið lamb. Í rauninni get ég ekki sagt frá ösku á blaði eða í tölfu en nú hef ég sagt frá henni í stuttu máli. Aska veiktist og veiktist með árunum og lést svo í Október árið 2001. Aska var besti hundur á Íslandi og einginn getur fundið annan eins hund þótt víðar væri leitað!