Rangar Hugmyndir..
Ég er búinn að vera skoða hunda i leit af hvolp.
Ég á tík en langar i hund því að mér finnst alveg leet gaman að hugsa um hundinn minn og er vel til í annan ef ekki þriðja. En það er ekki það sem eg ætlaði að tala um..
Þegar ég var að leita á netinu eftur hvolpum og ræktendum fann eg nokkrar Rottweiler síður og mér fannst það merkilegt hvað þær voru margar miðað við hve fáir þannig eru á landinu. Ég þekkti strák sem átti Rottweiler og spurði hann hvað honum fynndist um hundinn sinn og hann svaraði því að hann hefði ekki getað fengið betri hund eins og flestir hundaeigendur mynda svara..
Svo fór eg að spyrja hann um tegundina og hvaðan Rottweiler koma hann sagði mér að þeir væru frá Þýskalandi og hefðu verið notaðir í hernum á sínum tima.. svo fór hann að segja mér frá því að þessir hundar væri sumstaðar notaðir sem víga hundar og að hér á íslandi væri lika að fynna fólk sem veðjaði peningum á hundana sina og létu þá slást við aðra hunda og Rottweiler eigendur væri um miklum meirihluta.
Þetta er alveg ógeðslegt og lika það að sumir kaupa Rottweiler eða Doperman til þess eins að berjast fyrir sig..
Rottweiler eru varðhundar og eru mjög tengdir eigndum sinum og eru yfirleitt algert copy af eigendum sem gerir það svo auðvelt fyrir þá sem
nota til viga að ala þá upp í það sem er einmitt þess vegna sem þeir eru notaðir í þetta. Þú myndir t.d aldrei sjá stóran Briard Rakka slást fyrir eigandan sinn og peninga þó að þeir séju svipað stórir ef ekki stærri en Rottweiler. Þetta er útaf því að Rottweiler hefur skapað sér ákveðna ásýn og sumt fólk hefur hreinnlega bara hrætt við þessa hunda og er það vegna fáfræðis og allt um land er Rottweiler tengur við ofbeldi sem er sorglegt því að þessir hundar eru ekkert ofbeldis fullir.
Um daginn kom framm frétt um að 2 hundar , Rottweiler og Doperman hefðu ráðist á kött og slitið hann i sundur.
Ég trúi þessu ekki. Þetta er alltof mikill tilviljun. það var einmitt nýbúið búið að senda
inn beðni fyrir banni á viga hundum hér á íslandi
og einhverjum dögum eftir það þá eru einmitt Rottweiler og Doperman á kattar veiðum.
Rottweiler er ekkert mjög mikið fyrir að leika við aðra hunda og doperman ekki heldur (er sammt ekkert að fullyrða neitt) og að líkurnar á því að 2 sona hundar hittist og fari saman í veiði trip og nái ketti eru litlar og enn ólíklegra að þeir rífi hann i sundur og að þeir hafi yfir höfuð farið út úr garðinum því að þeir eru varðhundar og ef þú sleppir þeim út í garð þá þarf eithvað aðins meira en kött hinummeginn við götuna til að fá þá út úr garðinum.
Ég held að þetta hafi bara verið lygi til að fá fólk til að óttast þessar hundategundir og ef þetta er ekki lygi og að köttur hafi í raun og veru verið rifin i sundur þá eru það örugglega ekki Rottweiler og Doperman sem voru að verki.
Ég þakka fyrir og vona að fá einhver góð svör
Tek það framm að ef eg móðgaði einhvern með þessari grein eða ef einhver er ósammála mér um
eithvað ætlá ég að byðja þann/þá mann/konu að svara mér í siðlegu og kjaft lausu svari