Sko, ég hef ekkert útá LÖGIN útaf fyrir sig að setja. Ég er fyllilega fylgjandi lögunum. Þeim er ætlað nr. 1, 2 og 3 að minnka líkurnar á því að sjúkdómar og önnur óværa berist til landsins. Það er tilgangur lagana.
Ef þessi kona hefði hreint og beint smyglað hundunum til landsins, þá hefði málið alveg legið ljóst fyrir mér og ég hefði skilið það fullkomlega að aflífun yrði tafarlaus.
En þetta mál ER EKKI SVONA EINFALLT! Konan er MEÐ TILSKILIN LEYFI fyrir tíkinni. Það kemur svo í ljós í sóttkvínni að tíkin er hvolpafull. Ég trúi því 100% að konan vissi ekki af því. Hvolpafullar tíkur hafa áður verið fluttar til landsins, en mér skilst að það þurfi að fá sérstaka meðferð. Og mér finnst bara að það sé alveg sjálfsagt og skynsamlegt að reynt sé að leysa úr þessu máli á einhvern annan hátt, áður en gripið er til aflífunar. Þetta er spurning um hvort fólk ætlar alltaf að framfylgja öllum lögum og reglum í algjörri blindni eða hvort menn reyni að sýna almenna skynsemi og meta aðstæður með tilliti til TILGANGS laganna. Það eru alltaf tilfelli sem athuga þarf sérstaklega, sama hver lögin eru.
Ég er ekki að höfða til mannúðar þinnar, enda kemur hún málinu í raun ekkert við, heldur ALLMENNRAR SKYNSEMI og skilnings á tengslum tilgangs og framkvæmdar laga sem þessarra. Það hlýtur að vera skynsamleg leið til að þyrma lífi hvolpanna, án þess að örygginu, sem viðkomandi lögum er ætlað að vernda, sé stefnt í hættu.
“Ef að það yrði leyft að hvert einasta kvikyndi fengi koma hér inn í landið myndi vera hér algjör plága og allt fólk leggjast í sótthví vegna smits.” - Kanslarinn
Og það er nú dáldið augljós munur á því að tillit sé tekið til sérstakra aðstæðna INNAN SÓTTKVÍAR og reynt að vinna að skynsamlegri lausn innan þess ramma og svo á hinn bóginn einhverju stjórnlausu smygli. Ég hef ekkert við lögin að athuga í sjálfu sér, heldur framkvæmd þeirra Í ÞESSU ÁKVEÐNA TILFELLI. Það er greinarmunur þar á. Mér hreinlega finnst þessi fullyrðing algjörlega útí hött og ekki koma þessarri umræðu við á nokkurn hátt. Og ef þú heldur að skynsemi og mannúð séu ósamrýmanleg, þá finn ég mikið til með þér.
Let's keep things in perspective, shall we?
L.
Hvernig er það, tíkin hefur væntanlega verið hvolpafull þegar hún kom til landsins, eru þá “hvolparnir” ekki búnir að afplána sína sóttkví eins og hún? Ef fólk er hrætt um að hvolparnir beri með sér smit þá hlýtur að vera nokkuð ljóst að tíkin sé með sama smitið…?
Er ekki einfaldast að sækja um leyfi fyrir þessum hvolpum?..
Annars finnst mér í lagi að hafa harðar reglur um hvoplafullar tíkur, t.d. ef það kemur í ljós að þær séu hvolpafullar meðan á sóttkví stendur þá mætti tvöfalda tímann í sóttkvínni, þ.e. eftir að hvoplar fæðast þá tekur við önnur sóttkví..
ég er viss um að margir fégráðugir hundaræktnedur noti tækifærið meðan að tíkin er erlendis og láti hund uppá þær, reyna svo að komast með tíkurnar til landsins og í gegnum sóttkví, ég er ekki að segja að það sé í þessu tilviki, en það hefur örugglega gerst..
0
Það í skilyrðunum sem innflytjandinn er látinn skrifa undir að það sé bannað að flytja inn hvolpafullar tíkur og það er líka í skilyrðunum að ef innflytjandinn brýtur þau, þá má lóga öllum dýrunum bótalaust.
Það sem mig langar að vita í þessu er hvort það sé raunverulega smithætta af hvolpunum. Nú hefur tíkin fengið allar sprautur, staðist allar skoðanir og verið í sóttkví. Af hverju ætti þá að vera smithætta af hvolpunum?
Landbúnaðarráðuneytið er í fullum rétti að lóga þessum hvolpum samkvæmt skilyrðunum sem innflytjandi skrifaði undir en ef það er ekki smithætta af þeim þá finnst mér þetta bara skrifræði að geta ekki litið fram hjá reglunum, sérstaklega þar sem heyrst hefur að aðrar hvolpafullar tíkur hafi farið þarna í gegn.
0