Hún heitir Falín (nafnið á kærustunni hans Bamba “teiknimyndunum”) En allavegan það er ekki allveg málið ;)
Ég tók uppá því fyrir stuttu að setja blað á ísskápinn hliðina á Körfunni hennar Falínar sem stóð á (Orð sem Falín þekkir og kann)
Þetta er mjög skemmtilegt. Þið skrifið öll orð sem þið vitið að hundurinn ykkar kann, þekkir eða veit hvað er.
Falín þekkir núna uþb 83 orð. (listinn kominn uppí það) Svo á bróðir minn eftir að koma heim úr bænum og hann á eftir að bæta við listann það sem hann hefur kennt henni. Ég mæli sterklega með þessu því ef hundurinn ykkar sýnir viðbrögð (T.d. þegar maður segjir Út við flesta hunda þá oftast dilla þeir skottinu og sýna kæti)
Hér koma nokkur dæmi hvaða orð kæmust á listann:
1.Út
2.Sækja skó
3.Sækja dall
4.Sestu
5.heim
6.“hvert erum við komin? (sýnir furðulegann svip og byrjar að ýlfra :P)”
7.Gelta
8.Gefa
9.Skammastu þín
10.leggstu
Svona getur listinn haldið áfram :)
munið þetta eru ekki endilega “trix” sem hundurinn kann heldur orð sem hann sýnir sérstök viðbrögð við.
Endilega postiði orðunum (ef þið nennið) í comment svo við hin getum gáð hvað við getum kennt hundinum okkar næst ;)
Skemmtiði ykkur að þessu.
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi