Fucitinið sem er sett í eyrun (þetta er fucitin ekki satt??) er feitt, rétt er það. Spurningin er þessi: Geturðu þolað að hundurinn þinn sé bara aðeins fitugur á feldinn á meðan eyrun hans eru að jafna sig.
Svo tekur líka dáldinn tíma að komast uppá lagið með dropana. Passaðu þig að það sé allt algjörlega rólegt og afslappað þegar þú setur dropana í eyrað. Þetta er óþægilegt fyrir hann og þú verður bara að sýna þolinmæði og vinna traust, hann mun róast. Hundurinn hjá mér er af einni af þessum tegundum sem hættir mikið til að fá í eyrun og við höfum þróað aðferðir sem virka fyrir okkur, ég held að hver og einn verði bara að finna þetta út með hundinum sínum. Hjá okkur verður þetta stundum smá gamni-slagur og eftir svona 5 mín. þá leyfir hann manni að komast að eyranu til að setja dropana í. Venjulega notum við bómullarskífu eða mjög mjúkt tissjú á eftir til að þurrka aðeins ofan í eyrað og nudda pínu á eftir, bæði til að minnka óþægindin fyrir hann og passa að droparnir fari almennilega ofan í hlustina, þá fer líka minna í feldinn. Svo reynum við að hrósa honum á eftir og beina athyglinni hans að einhverju öðru. Eins og t.d. labbitúr, leik eða einhverju gúmmulaði :) Þá gleymir hann stundum að klóra sér og vesinast í eyrunum og droparnir fá meiri tíma.
Ég veit ekki hvort þetta er rétt að farið hjá okkur, en það virkar. En ég held að aðalmálið sé að það sé ró og næði þegar þú ert að setja dropana í.
Ein spurning, af hverju heldurðu að hann gæti fengið lungnabólgu??
Með nefið: minn verður stundum þurr á nefinu og ég set krem á það sem er eitthvað sérhannað geirvörtukrem fyrir mæður með barn á brjósti, annars held ég að hvað sem er dugi. En ef þetta er eitthvað hvítt og skrýtið, þá er ég nokkuð viss um að þú ættir að láta dýralækni skoða þetta, sem fyrst.
Gangi ykkur vel, vona að þetta hjálpi :)
Lynx, takk fyrir svarið og áhugann!
jú mikið rétt, feita sullið heitir Fucidin.
Góð aðferð sem þið notið á hundinn ykkar.
Í restina var ég farin að nota svipaða
aðferð og nuddaði vel og hafði vel ofan
af fyrir honum á eftir til þess að hann
myndi gleyma sér.
Dýralæknar mættu vara mann við þessu í
sambandi við fituna og einnig leiðbeina
manni aðeins svo droparnir nái að virka…
en ég fékk ráðin hjá þér í þetta skipti
og ég þakka fyrir það.
Í sambandi við lungnabólguna að þá datt
mér þetta bara í hug, þar sem hann er
fitugastur í kringum hálsinn og hann
verður svo ískaldur þegar hann er búnað
vera úti og ég vorkenni honum svo að vera
svona kalt. Þetta er sennilega bara eitthvað mömmuvæl í mér. ;)
En þegar hann kemur inn svona kaldur þá tek
ég handklæði og þurrka hann og hef meira
segja tekið hann og vafið honum inn í sæng!
heheheh ég náttlega klikk sko!
Og svo var greyið með trefil í nokkra daga
og ég veit að það gerði bara gott fyrir hann
því þegar hann kom inn og kanski rigning úti
eða eitthvað að þá var hann allavega hlýr.
Og ótrúlegt að hann skyldi láta trefilinn
vera á sér. Ég sagði eitt “nei” við hann og
þar með bara samþykkti hann trefilinn.
En allavega, núna er ráðlagðir dagar á Fucidini
búnir og hann allur að koma til sko, hættur að
hrista hausinn einsog vitleysingur og fitan í
feldi og á eyrum er að snarminnka.
Ég ætla að prófa eitthvað krem á nebbann á
honum sem er ekki með mjög háu sýrustigi.
Minnir að eðlilegt sýrustig sé 5.5 hjá
okkur mannfólkinu, þannig að ég prófa
svipað á voffann.
0