Einnig eru dagarnir frábær leið fyrir fjölskyldur til að kynnast hundum og því sem fylgir hundahaldi.
Auk hundanna, sem hægt er að fá að klappa og skoða, verður vegleg dagskrá í gangi um dagana þar sem m.a. verða tískusýningar (hundaföt og aukahlutir), hundafimisýningar, hundaþjálfarar sýna færni sýna, vinnuhundar sýna hvers þeir eru megnugir auk þess sem hundategundirnar á svæðinu verða kynntar ítarlega.
Hvuttadagar hafa verið haldnir tvisvar áður, árið 2002 og 2003. Í bæði skiptin tókust dagarnir frábærlega. Árið 2002 komu um 2000 manns á svæði og árið eftir tvöfaldaðist sú tala en rúmlega 4000 manns heimsóttu dagana í það skiptið. Bæði árin voru dagarnir haldnir í Reiðhöll Gusts, Kópavogi. Dagarnir eru að alltaf að verða stærri og stærri og eru orðnir að föstum lið í hundaheiminum á Íslandi, í ár hafa um 30 hundategundir staðfefst þátttöku sína auk 20 fyrirtækja og þjónustuaðila í hundaheiminum og því verður nóg að skoða.
Hvuttadagar verða haldnir helgina 20. – 21. nóvember næstkomandi í reiðhöll Gusts við Álalind, Kópavogi. Það verður opið báða dagana frá 12.00-17.00 og kostar 500 kr. inn. hvorn daginn
Hægt er að skoða allt um dagana á heimsíðu þeirra http://www.hvuttadagar.net.
Kv. EstHer