hæhæ, Mig langar núna rosalega í annan hund, ég missti einn núna í byrjun ársins en nú er löngunin að koma aftur. Ég veit um nokkrar tegundir sem ættu að vera góðir heimilishundar, en hundurinn minn hentaði mínu heimili ekki vel. Hann var alltaf geltandi og pissandi útum allt, líklegast vegna þess að hann var að mótmæla, þá vegna þess að hann fékk ekki næga hreyfingu. Og það var rosalega erfitt, því það þurfti svo oft að leika við hann að maður var stundum að leika við hann fyrir framan sjónvarpið, þá meinar ég bara horfa á sjónvarpið og henta dóti útum allt, svem var nú líka pirrandi en hann gæti líka hafa misskilið, skiljanlega, þannig að þegar við setjumst fyrir framan sjónvarpið þá eigi að leika sér. En við höfðum greinilega ekki vandað okkur nóg með tegund, en hann var rosalega fallegur hundur og rosalega góður og félagsmikill, lagðist alltaf við fæturna manns og svona.
En það sem var ekki gott að við borguðum 130.000 fyrir hann og svo deyr hann 2 árum seinna og það var ekki slys. Þannig að peningarnir eiginlega farnir í vasknn:/ þannig að við ætlum þá ef við fáum okkur hund, þá líklegast í vor, að hann verði blandaður. Ein tegund sem að mig langar svolítið í sem er ein af þeim félagslyndu er Pug. Mér finnst labrador og Border Collie rosalega fallegir og góðir hundar en samt soldið stórir og Border Collie fer soldið mikið úr hárum. Þannig að Pug er svona fínn, semsagt góður á heimili, fer ekki mikið úr hárum, ekki mjög stór og eru nú líka algjörar krúsídúllur:) En þá yrði hann að vera blandaður af öðrum kannski….
Ef einhver veit um þá endilega láta mig vita!! En hvað finnst ykkur, um svona heimilishunda? Hvaða tegundir eru bestar og þá hvaða blanda líka?