það var 10 ágúst 1999 sem Mikki okkar fæddist. við fengum hann svo til okkar þegar hann var tilbúinn. það var gaman að fá hvolp. við erum 4 systurnar svo þetta var mjög gaman fyrir hann og okkur.
Við búum í sveit og þannig hann var alltaf úti að leika við okkur. fór með okkur í reiðtúra og allt. hann var 5 ára gamall. hann var byrjaður að hósta slatta klóraði sér mjög mikið, nú síðasta að hann var byrjaður að glefsa. að 5 ára gömlu barni svo það var mikil varúð sett á. hann fékk ekki að koma nálægt börnum. svo kom litli frændi minn í heimsókn ársgamall og hljóp á eftir honum, þá glefsaði hann til hans… þá var komið nóg. en honum var ekki lógað. en aldrei gerði hann neitt við okkur. hann var svo góður… en eitthvað var að honum leið greinilega illa. hann var núna í 10 daga alltaf einn heima úti og inni í sveitinni. en nú í dag beit hann í frænku mína og var strax farið með hann og hann er farinn…. þrátt fyrir þetta var þetta hundurinn minn. og þetta er alltaf erfitt að missa vin sinn……… Elsku Mikki hvíldu í friði….