Langar til að gera tíkina mína að mömmu Nei, ég persónulega ætla ekki að sæða tíkina mína heldur langar mig til að vita hvernig svona fer fram. Hún Doppa er 4 ára mjög virkur hundur og mikið gelt og hvolpalæti eru í henni. Við hér heima höfum verið að hugsa um hvernig við gætum mögulega róað hana og datt í hug að hún gæti eignast hvolpa. Kannski er þetta hræðileg hugmynd, endilega komið með álit.

Allavega er Doppa undan hreiræktaðri sjeffer tík (já ég veit, hún líkist mömmu sinni ekki neitt) sem slapp út og kom heim ólétt, pabbinn er sennilega Border Collie og eitthvað íslenskt. Þetta er frábær hundur að flestu leiti, gullverðlaunin á hlýðninámskeiði og mjög góð.

Við erum að hugsa um hund vinapars okkar sem er næstum hreinræktaður sjeffer með afskaplega gott geðsleg og yndislegur hundur í alla staði. Hann er talsvert stærri en Doppfríður sem er um 12 kíló, hann er kannski of stór? EIns og ég segi þá kann ég ekkert á þetta, ætlunin var ekki að láta hana eignast hvolpa. Svo hef ég alltaf gelt alla mína ketti og því aldrei orðið vitni af fæðingum hjá dýrunum mínum.

Nú ætti Doppa að fara að byrja á lóðaríi, smá blóð og vinkonan þarna niðri verður svakalega bólgin, á hvaða tíma lóðarís er hún tilbúin undir samlíf? Hvaða ganga hundar með lengi? Hvernig eigum við að haga okkur með hinn hundinn og hvernig fer slíkt fram? Þá meina ég, þurfum við að loka þau saman úti í garði í einhvern tíma eða hvað?

Endilega fræðið mig um þetta, er gjörsamlega ófróð um þetta allt.

IceCat