Eruð þið með einhver góð ráð í sambandi við að láta hunda hætta að gelta í tíma og ótíma.
Tíkin mín er búin að vera alveg ótrúlega leiðinleg undanfarið, geltir á gesti sem koma í heimsókn og verður kolvitlaus ef að einhver labbar úti á göngustígnum sem er hérna fyrir neðan húsið mitt. Hún geltir líka á alla þegar að við erum úti að labba.
Mér finnst þetta ferlega leiðinlegt því að það eru svo margir hræddir við hunda og þetta fer líka bara í taugarnar á mér að vera með svona sígjammandi rakka :)
Hún veit vel að hún á ekki að gelta á fólk sem er að dingla bjöllunni eða labba fyrir utan, hún hengir haus og verður voðalega skömmustuleg á svipinn EN hættir samt ekki að gelta.
Hún var að hætta á lóðaríi, versnaði um allan helming á meðan að því ástandi stóð. Ég skamma hana og segji “nei” þegar að hún er að þessu, en hún getur bara ekki hætt, það er eins og að hún ráði ekki við þetta.
Þetta er Border Collie/Sjéffer blanda og hún er rúmlega 8 mánaða.

Þannig að öll ráð eru mjög vel þegin, helst sem fyrst því að ég er að verða heyrnalaus útaf þessum látum.

Kærar þakkir :)
———————————————–