Það var þannig að ég og systir mín fundum tvo íslenska fjárhunda fyrir utan húsið okkar þegar við komum úr bíltúr og voru þeir báðir lausir og enginn nálægt sem átti hundana. Við náðum þeim, eða tókum í ólina því að þeir stóðu bara þarna salla rólegir og gerðu ekki neitt. Við settum þá í ól og kíktum á ólina, og þar stóð bæði nafn þeirra og sími eigandans. Við ákváðum að hringja í númerið og kona svaraði og var glöð að vita af hundunum. Litlu seinna kom sonur konunnar og vinur hans og sóttu hundana. En ef við hefðum ekki hringt í konuna heldur hundaeftirlitsmann hefði konan þurft að borga 20.000 kall fyrir hvorn hund! samanlagt 40.000 krónur bara af því að hundarnir sluppu í burtu! og það er bara fyrir fyrsta sólarhringinn. Fyrir hvern sóalrhring bætist 5.000 kall í viðbót! Auðvitað getur það verið hættulegt ef að hundar eru lausir en er þetta ekki nokkuð dýrt? Reyndar er þetta alveg ásættanlegt að hafa þetta svona hátt verð en ef maður sgeir til dæmis að maður eigi fimm hunda og þeir allir hlaupa í burtu þá þyrfti manneskjan að borga hundrað þúsund krónur, sem er nóg fyrir ættbókafærðum hundi! Það er svolítið brjálæði. En ég tók þetta samt bara sem dæmi. Mér finnst persónulega að það ætti að lækka þetta allavegana í 10.000 kall á hundinn. Því að ekki eru allir sem eiga bíla og geta sótt hundinn lengst út í rassgati og þurfa þá að fara kannski í leigubíl sem er nú ekki ódýrt. Hvert fer svo peningurinn? Mér finnst þetta bara þvílíkt rán, þó að hundarnir gætu þess vegna bitið einhvern eða svoleiðis. Ég vil bara fá ykkar álit, því að mér finnst þetta asskoti dýrt!
Endilega komið með ykkar álit og segið hvað ykkur finnst að þetta ætti að kosta.
Aqulera