sammála labgirl, það þarf að taka á þessu strax, ekki verra að fá hjálp frá hundaþjálfara.
Mér sýnist á greininni þinni að hann urri ekki á pabba þinn, bara þig og mömmu þína. Það bendir til þess að hann telji pabba þinn vera fyrir ofan sig í virðingastiganum en þig og mömmu þína fyrir neðan sig. Þið mæðgur verðið að taka á honum stóra ykkar og vera harðar við hann. Ekki vorkenna honum of mikið og leyfa honum að komast upp með hlutina af því að “hann á svo bágt að mega ekki vera inni”. Ef hundurinn venst þessu þá er það ekkert verra fyrir hann, sérstaklega ekki fyrst hann fær nóga hreyfingu með ykkur í hestunum á hverjum degi. Hann þarf auðvitað tíma til að aðlagast en þið gerið það ekkert betra ef þið látið hluti eftir honum.
Lestu þér til um virðingastiga hunda, það eru ýmsar góðar greinar um þessi mál sem hægt er að finna bæði á www.hvuttar.net og www.bestivinur.com og fleiri stöðum.
Mundu bara að hundar eru ekki eins og börn. Þeim líður ekkert verr að vita að þeir eru neðstir í virðingastiganum, þeim líður bara vel á botninum. Í rauninni líður þeim betur á botninum en á toppnum því ef þeir eru ofarlega í virðingastiganum (eða efstir) þá þurfa þeir að hugsa um ykkur hin og passa uppá að þið séuð að haga ykkur vel. Ef þeir eru neðstir geta þeir bara slakað á og haft það gott.
Við sem erum alin upp við að vera kurteis og sýna örðum lífverum virðingu eigum erfitt með að skilja þetta og finnst erfitt að sýna með hegðun okkar að við séum yfir einhvern hafin, sérstaklega einhvern sem okkur þykir svona vænt um. En hundarnir eru öðruvísi innrættir og það fer ekkert illa í þá.
Lestu þér vel til um virðingastigan og ráð til að lagfæra hann. Þetta gæti tekið nokkra daga, jafnvel vikur, að laga en það margborgar sig.
Gangi ykkur vel
Kveðja
Tzipporah
og Porthos sem einusinni hélt hann væri mér æðri, hann heldur það ekki lengur og er talsvert rólegri og líður betur en áður.