Þú þarft ekkert endinlega að vera bundin þegar þú átt hund, líttu bara á hann sem vin þinn eða barnið þitt.
Ef þú ert að fara í frí, þá auðvitað tekuru hundinn með, en ef það er t.d sumarbústaður sem hundar eru bannaðir, þá er kanski ekkert sérlega gaman að fara án þess að taka hann með, finna sér frekar bara eitthvern annan stað til þess að eyða fríinu sínu.
En það er jú ennþá til hundahótel, en þau eru afskablega mismunandi, en þarna þarf hundurinn þinn t.d að vera í búri en fær að fara úr annars lagið ef það er gott veður og ef hann er góður i umgengni við aðra hunda fær hann að vera með þeim, en ef hann er það ekki þá er hann einn útí í pinkulitilli girðingu…
Hundarnir minir hafa farið á hundahótel oftar en einu sinni og þeir fara sko ekki aftur svo er víst, síðast þegar þeir voru þar og við fengum þá til baka var Gosi orðin svo horaður að það sáust öll bein í líkamanum á honum, sem var hreint ógeðslegt, höfuðið á honum var hræðilegt í laginu, skinnið bara lafði utan á honum.. Hann var orðin svolitið gamall en þetta hafði aldrei gerst fyrir hann áður, Maturinn hefur sennilega verið étin frá honum og það var alveg örugglega hinn hundurinn minn hann Sámur sem hefur gert það, því hann var orðin feitur og pattaralegur eftir þessa dvöl. Og það eina sem maðurinn með ´hundahótelið hafði að segja var “já hann hefur eitthvað grenst aðeins”
Við þurftum að gefa honum fiskibollur og hrísgrjón (samkvæmt læknisráði) á hverjum degi eftir þetta, þar til hann var komin í sitt rétta form eftir þetta.
En svo líka ef þú þarft bara aðeins að skreppa eitthvert, úti búð eða eitthvað, þá getur hundurinn verið aleinn heima, þarft bara að venja hann á það
Það er minsta mál í heimi að vera með hund, þarft bara að læra að lifa með honum. Það er t.d auðveldara að vera með hund heldur en barn.