Hér búa margir hundar og það leynir sér ekki á öllum þeim hundaskít sem má sjá hérna! Er það dottið úr tísku að þrífa upp skít?
Ég held að allir sem hafa tekið þá ákvörðun að eiga hund vita að hundum fylgja þrif, rétt eins og maður skiptir um bleyju á barninu sínu, þá líður okkur öllum betur.
Ég veit að fólk getur gleymt poka- Þá er bara um að gera og banka upp á næsta húsi, því fólk tímir poka frekar en að verða næsta manneskja til að stíga í herlegheitin.
Stundum sér maður ekki þegar hundurinn skítur- Sjái ég hundaskít sem einhver hefur gleymt, þá þríf ég hann upp. Öllum er þá greiði gerður. En því miður get ég ekki annað öllum Hvammakúknum!
Týni ég skít frá mínum hundi þá vona ég að aðrir geri mér þann greiða að þrífa hann upp rétt eins og ég geri öðrum þann greiða!
Það er ekki skrítið að svo margt fólk sé á móti hundum t.d. í blokkum og svona því fólk sem ekki þekkir til hundahalds þekkir ekki annað en að hundum fylgi skítur út um alla götu. Þó margt annað spili inn í eins og hár á stigapöllum, hávaða gelt o.s.frv.
Ég bjó líka í Breiðholtinu og þar virtust hundaeigendur heldur ekki kunna að beygja sig!
Hundaeigendur sem alltaf þrífa geta lesið þetta með stolti! En ég skora á hina að vera aðeins snyrtilegri framvegis!
Með þökk Solla og allir sem stíga í skít.
ZZZzzzz