Norsku hermennirnir gerðu ekkert rangt við aflífun hundanna í Kosovo en að taka þetta upp á video var rangt.
Þetta er niðurstaða innri rannsóknarnefndar hjá norska hernum.
Eftir að myndbandið komst á internetið í febrúar þá var sett í gang nefnd til að rannsaka málið og komst hún að því að hermennirnir hafi fylgt reglum við sjálfa aflífunina. Rannsókn á myndbandinu leiddi í ljós að hvorki alþjóðalög né norsk voru brotin. Notkun vopna og aðferðir stóðust öll lög.
Í skýrslunni er því einnig haldið fram að verkefnið hafi verið tekið mjög alvarlega, bæði af yfirmönnum og öðrum. En búa til myndband sér til skemmtunar með þessu hafi verið alrangt.
Romerike lögreglan ´sá um rannsóknina ásamt innra eftirliti hersins. Lögreglan fann ekkert saknæmt og hefur fellt málið niður.
http://www.hugi.is/hundar/greinar.php?grein _id=16346927 hér er umræða sem átti sér stað eftir hundadrápin.
Eruð þið hundaeigendur sem aðrir sammála niðurstöðu norsku löggunnar/hersins?