Sæl
Ég tel að eigendur smá hunda verði að fara hafa betri gætur á hundunum sínum. Þessir litlu hundar eru miklu árásagjarnari en stóru hundarnir og virðast ekki hika við að ráðast á stóru hundana. Það er óþolandi að þessi litlu hundar komi og ráðast á hundinn hjá manni algjörlega að tilefnislausu. Sjálfur á ég mjög stórann hund og oft koma þessi smáhundar geltandi á hlaupum og ráðast á hann. Ég skil ekki þetta jafnaðargeð í hundinum mínum því í flestum tilfellum svara hann ekki árásinni. En um seinustu helgi gerðist það að ég var að labba með hundinn minn í bandi þegar kona sat með smáhund í bandi. Smáhundurinn trylltist þegar hann sá minn og hljóp af stað og konan missti hann og hann hjólar beint í minn hund. Minn brást ekki við í fyrstu en þegar hinn beitt hann aftur og aftur í lappirnar svaraði minn kröftuglega. Ég sleppti mínum, þar sem hann var með hengingar ól, og labbaði í burtu frá slagsmálunum. Minn hætti svo eftir að hafa hrist hinn af sér. En sá litli var ekki hættur hann kom aftur og hjólaði í minn að meiri krafti en áður. Þá tók minn hann og barði hann hressilega. Það undarlega við þetta allt var að konan sem var með litla hundinn var brjáluð út í mig að ég skildi ekki reyna að stoppa þetta og að ég skildi sleppa hundinum mínum. Ef hundurinn minn hefði drepið hundinn þá hefði ekki hvarflað að mér að lóga mínum. Það virðist vera lenska á þessu blessaða landi að ef hundur bítur barn eða drepur hund að þá á bara að skjóta hann. Það er sjaldnast pælt í því af hverju beit hundurinn. Samkvæmt rannsóknum þá eiga 90% af hundsbitum sér eðlilegar skýringar. 10% er vegna geðveiki eða annarra óskýrða þátta. Satt best að segja þá er ég hissa á því að það skuli ekki vera meira um það að stóru hundarnir drepi þessa litlu. En ég er en meira hissa á því fólki sem fer með þessa smá hunda á Geirsnef innan um alla þessa hunda. Það er alltaf mikil hætta á áflogum þegar margir ókunnir hundar koma saman. Og þá eru þessir litlu í mikilli hættu.