Kæru hundavinir……
Þannig er mál með vexti að við fjölskyldan ákváðum að gefa okkur hund í jólagjöf. Hann er hreinræktaður íslenskur fjárhundur og heitir Garpur. Aðalástæðan afhverju við fengum okkur hundinn er sú að pabba hefur alltaf langað í hund, en annars höfum við alltaf átt ketti.
Garpur er hið besta skinn og voða kátur, einum og kátur og fer alveg rosalega í taugarnar á mömmu vegna þess að hann geltir endalaust mikið. Hann geltir á allt og alla! Mamma er ekki með sterkustu taugar í heimi og heimilislífið er ekki skemmtilegt þegar mamma er pirruð:(
Svo eigum við líka 11 ára gamlan kött og hann hefur vanist því að fá að vera hvar sem hann vill; uppí sófa, gluggakistu. Og auðvitað heldur hundurinn það líka og hoppar uppá stóla og jafnvel klósettið.
Ég býst við því að þetta eigi eftir að lagast þegar hann eldist (hann er 7 mánaða),en við erum ekkert mjög vanir hundaeigendur og það er bara tvennt ólíkt að eiga hund en kött. Ég er eiginlega bara að biðja um almenn ráð um uppeldi á hundum.
kv aldi