Mig langar að segja ykkur frá Títu, elskunni minni.
Þetta er/var hún Títa mín, fædd á Flekkudal í Hvalfyrði, hún var eins og sést, mjög sæt og skemmtileg. Ég fékk Títu seinasta sumar, hún var þá 7 mánaða villingur sem vissi sko ekki að það væru til staðir þar sem væru meira en 3 hús í þyrpingu.. Fljótlega þó fór hún að elska að vera í bílnum með mér og fylgjast með öllum spennandi hlutunum í kringum okkur á keyrslu, hún fylgdi mér nánast hvert fótmál, í vinnu hjá Íshestum, að hitta vini mína, á æfingar og já bara flesst sem ég fór.. þó auðvitað væru hesthúsin hennar uppáhalds staður.
Vinkona mín sagði um Títu að hún væri yndislegasta og hlíðnasta tík sem hún hefði kynnst þó ég sem eigandi hafi verið snillingur í að finna mér kærustur sem spilltu henni með dekri og eftirlæti :)
Þið vitið hverjar þið eruð *kossar til ykkar*
Núna kringum 24. mars, varð Títa mín svo veik.. hún byrjaði á að hnerra og hósta pínu, ég fór að gefa þessu gætur og á miðv.degi fór ég með hana til læknis eins og sæmir.. læknirinn kvað hana vera með hálsbólgu og fengum við lyf með okkur heim og gekk allt eðlilega fram á laug þá fór hún að versna, á sunnudegi fór hún að hósta upp blóði,var drifin til læknis og hélt læknirinn þá að hún væri með slæma lungnabólgu og fengum við önnur lyf með því og veik ég vart frá henni eftir það, en á þriðjudags morgun var orðið ljóst að ekkert yrði að gert.. hún fékk að fara á rólegan kvalalausan hátt og ég talaði við hana allan tímann og hún lagði vanga sinn að mínum seinustu andartökin, ég hvíslaði að henni að ég elskaði hana og sæji hana aftur og hún fór..
Eftirá sagði læknirinn mér að ég hefði tekið rétta ákvörðun því að hún hefði lent í eitri, því hún hóstaði lifandi blóði og um leið og hún dó kom um hálfur líter í gusu uppúr henni.
Nú er ástin mín vonandi hamingjusöm hvar sem hún er og lýður betur.. ef ég þekki hana rétt er hún að hlaupa í hundastóði eða í störukeppni við einhvern kött :)
Þú lifir alltaf í hjarta mínu og þeirra sem þekktu þig og unnu þér, ferfætt sem tvífætt!
R.I.P Títa og takk fyrir allt sem við gerðum saman.