Ég veit ekki um ykkur hina hundaeigendurna en ég er komin með algerlega nóg af ógeðinu á Geirsnefi.
Það virðist enginn kunna að þrífa upp eftir hundana sína þarna, það virðist sem svo að þeim sé hent út úr bílunum og þeir látnir skíta og pissa á meðan eigandinn situr inni í bíl og glápir.
Og hvað er málið með þessa moldarhauga sem eru þarna? Ef að einhver veit hvað þetta á að vera þá væri ég rosalega kát ef að einhver myndi segja mér hvaða tilgangi þeir eiga að gegna :)
Er ekki kominn tími til að við reynum að standa svolítið saman sem eigum hunda og KREFJAST úrbóta á þessu svæði.
T.d. þætti mér allt í lagi að loka á bílaumferð þarna, alltof mikið um að það sé ekið á og yfir hunda sem eru þarna. Hafa bara stórt bílastæði við endann og LABBA svo með hundana inn á svæðið.
Jafnframt væri ágætt að fá ljósastaura eða ljóskastara þarna upp svo að maður geti nú þrifið upp skítinn eftir hundinn sinn í myrkrinu sem er þarna á veturnar. Þá væri líka ágætt ef að ruslatunnurnar væri tæmdar oftar og settir pokar í standana … ;D
Og fyrst að þetta er alltaf svona mikið drullusvað að þá væri gott að hafa eitthvað smá plan með vatnsslöngu til að hægt sé að skola af hundum og skófatnaði áður en sest er upp í bílinn og ekið á brott.
Mér finnst leiðinlegt að það sé verið að kvarta undan því að hundaeigendur geti ekki haldið sig með hundana á “nefinu” en staðreyndin er sú að þetta svæði er ÓGEÐSLEGT!
Mér þætti gaman að fá að sjá ykkar skoðun á þessu máli og hugmyndir til úrbóta.
BTW .. Ingibjörg Sólrún lofaði úrbótum fyrir seinustu kosningar .. voru það bekkirnir og þetta strætóskýli!! ?? (til hvers er þetta strætóskýli ?)
Takk fyrir, og verum dugleg að hreinsa upp eftir hundana okkar!!!