Góðan daginn allir,
Ég hef fylgst með umræðunni hér á vefnum undanfarna tvo daga. Ég vil votta aðstandendum Boxer hundsins samúð mína. Þetta er mikið áfall og hefði aldrei átt að gerast. Hvað sem því líður þá breytum við ekki því sem þarna gerðist með því að fordæma og ráðast gegn annari hundategund. Mér finnst sumir tala af mikilli vanþekkingu og (mis)nota tækifærið til að ráðast gegn Shar-Pei hundum og persónlega finnst mér umræðan einkennast af mikilli hundalógík. Fyrir það fyrsta ber að fordæma þetta miskunnarlausa dráp þessa tiltekna bónda á saklausu dýri en ekki að ráðsast gegn annari hundategund. Við vitum það öll að meðal fjölmargra hundategunda eru dýrbítar- og í öllum samfélögum hvort heldur það eru mannfélög eða samfélag dýra eru alltaf til skemmd epli. Það þýðir samt ekki að við ráðumst gegn heilli hundategund eða hópi einstaklinga og dæmum alla út frá því- það er líka skemmdarverk. Það eru fordómar sem byggjast ekki á þekkingu heldur fávisku og tilfinningum. Ég vil í því sambandi taka fyrir þann misskilning sem hér hefur komið fram:
Fyrst vil ég svara röngum upplýsingum frá mydog8me skrifaði:
Fyrst af öllu er það EKKI eðlileg hegðun fyrir Shar-Pei hunda að ráðast á og drepa rollur.
Í öðru lagi, ég hef fylgst af mikilli kostgæfni með hegðun og framgangi Shar-Pei hunda á Íslandi og ég hef ekki orðið vör við það sem að mydog8me skrifar um að “Mikið af Shar-pei hundum í dag eru skæðir í sambandi við rollur og var það síðast, mynnir mig, í Landeyjunum þar sem svona hundur var felldur fyrir kindadráp”.
Af því sem ég hef heyrt eru tvö tilvik um þar sem að Shar-Pei hundar hafa gerst sekir um að hafa ráðist á rollur. Á Íslandi eru 12 innfluttir hundar og alls 32 hvolpar sem eru komnir vel á legg. Hvert sem litið er þá eru Shar-pei hundar EKKI þekktir fyrir að vera dýrbítar og þetta er alls ekki þeirri einkenni. Í báðum tilvikum þar sem kindur voru drepnar kenni ég eigendum um að fylgjast ekki með hundunum. Hvorki SP né aðrar hundategundir eiga að fá að ganga lausar. Hundar sem ekki eru þjálfaðir til innkalls eiga að vera á taum.
Ef mig misminnir ekki þá átt þú mydog8me þýskan Sheafer er það ekki rétt ? Einnig Irish Setter ? Meðal beggja þessara tegunda eru dýrbítar það þýðir ekki að ég dæmi þessar tegundir sem stjórnlausa og árásargjarna hunda, auðvitað ekki…
Að taka heila tegund og dæma hana með þeim hætti sem ég hef orðið vitni af í þessari umræðu er bæði ósanngjarnt og hreinlega rangt. Sjálf hef ég eytt óteljandi stundum við að þýða upplýsingar fyrir fólk um Shar-Pei hunda sem hefur áhuga á þessum hundum. Þær upplýsingar eru öllum aðgengilegar sem vilja vita sannleikann um Shar-Pei hunda.
Fyrir neðan er smá brot úr bókinni “ The World of the Chinese Shar-Pei” höfundur er Anna Katharine Nicholas-
Því miður hef ég ekki tíma til að þýða þetta núna….Þú hefur að mínu mati fallið í þá gryfju mydog8me að dæma Shar-Pei hunda útfrá þeirri fáránlegu heiti sem þessum hundum var gefin í fyrstu íslensku hundabókinni þ.e. að vera kallaðir “kínverskir vígahundar” þetta nafn er tilkomið vegna misnotkunar á þessum hundum í sögunni þ.e. að þeir voru dópaðir og sveltir í Kínaveldi fyrir rúmum tvöþúsund árum og reynt að nota þá til bardaga. Vandamálið var það að þeir voru afar lélegir í slíkum bardögum og því var hætt að misnota þá með þeim hætti en einhvern vegin festist nafnið við tegundina og það gefur alls ekki rétta mynd af eðli þeirra.
Í öllum stærstu og virtustu hundafélögum heims s.s. FCI og AKC er nafnið “kínverskur vígahundur” alls ekki viðurkennt og notað.
“Chinese Peasants were the early owners of Shar-Pei, who found them useful as distinguished herding dogs, guard dogs, and family companions. For generations these dogs distinguished themselves by their intelligence, reliability, and alertness-
Unfortunately there came a period when the Chinese owners attempted to make fighting dogs of their wonderful workers, not with spectacular success. As Chinese Fighting Dogs, an effort was made to develop fighting instincts on the part of the dogs which was somewhat lacking.
Physically they are well equipped….but the Shar-Pei did not seem to have much taste or heart for fighting.”
“The ”Fighting Dog Syndrome“ was brought about by poverty stricken farmers in the Chinese city of Canton. In those days there was little to do, so some of the gamblers eagerly participated in whatever they could to earn money.
Their attemp to make Shar-Pei a fighting dog sizzled out due to the fact that the Shar-Pei showed little interest.”
Líka:
“It is of interest that although we have occasionally seen references to Chinese Fighting Dogs, to our knowledge no recognition of them as as such has been included in any registry of any governing kennel club or leading kennel registry.”
Absolutpei