Hundurinn minn er að verða eins árs núna 26 mars. Hún vill ekki labbað við hæl, ég er búin að reyna að kenna henni það lengi en hún bara vill ekki hlýða mér.
Þetta er ekkert smá pirrandi þegar ég er að fara með hana út í göngutúr.
Svo ég var að spá hvort þið væruð með eitthverjar hugmyndir hvernig ég gæti kennt henni að ganga við hæl.
Svo var það geltið, hún geltir ekkert smá mikið, það má ekki heyrast í fólki eða einhverju úti svo að hún gelti.
Hún geltir líka ekkert smá mikið á alla sem koma nálægt húsinu eða í heimsókn eða bara okkur.
Og auðvitað póstmanninn um leið og pósturinn er kominn inn um lúguna þá hleypur hún að hurðinni og geltir og geltir.
Er nokkuð til einhver leið til að láta hana hætta?
Takk
Kv. audurfil
Whoever said you can't buy happiness forgot little puppies. ~Gene Hill