Fyrir rúmum einum og hálfum mánuði fékk ég Border Collie hvolpinn minn, hana Kátínu Mýrönu (Alltaf kölluð Mýra).

Hún var einungis 5. vikna þegar ég fékk hana, ég veit að það er allt of ungt fyrir hvolp að fara að heiman, en það var óumflýjanlegt upp á heilsu hennar(andlega og líkamlega).

Mýra er draumahundurinn, hún er ekki orðin 3 mánaða og næstum húsvön, nagar mjög lítið og hlíðir vel, kann sestu og legstu vel, gengur vel í ól og hlíðir vel laus. En svo eru kunningjar og vinir mínir að segja að ég megi ekki fara út með hana fyrr en 1 árs, vegna hættu á mjaðmalosi. En dýralæknirinn og þó nokkrir Border Collie eigendur sem ég þekki segja að ég eigi að fara sem mest út með hana, hún láti bara vita ef hún er of þreitt…

Hverju á ég að trúa? Ég er 14 ára, og hef unnið með hunda frá 8 ára aldri, suma sem smá hvolpa aðra fullorðna og aldrei séð til þess að það skaði þá að fara út að ganga.

Mín skoðun er að það sé bara svona mikill munur á Labrador eða Cavalier og Border Collie.

Svo er það málið að Mýra er verðandi fjárhundur, og er skráð í fjárhunda þjálfun þegar hún verður 9 mánaða, er ætlast til að ég sendi hund með ekkert úthald í fjárhundaþjálfun og fari svo í smalamensku með hana???

Hvað finnst ykkur???

Kv. Regí.
-