Ég er bíllaus hundaeigandi. Greinin “Hundalíf erlendis” kom mér til umhugsunar af hverju þetta væri svona allt öðruvísi hér á landi og þá sérstaklega varðandi strætó og rútusamgöngur, því ég hef oft séð hunda í strætó í Danmörku.

Ég hringdi í Austurleiðir og spurði þá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar skyldi ég vilja ferðast með hund.
Maðurinn sem ég talaði við sagði að hundar mættu koma í taumi í rúturnar svo lengi sem aðrir farþegar kvarta ekki eða verða fyrir óþægindum. Svo mættu þeir af sjálfsögðu vera þar í búrum.

Þá senti ég Strætó e-mail:

Hví er það öðruvísi hér á Íslandi með dýr í strætó en erlendis? Ég ferðast mikið með strætó og kann inn á hegðun hunda og veit því nokkurveginn að þarna er ekki margt í fyrirstöðu.
Ég frétti að sumstaðar erlendis borgi maður fyrir stærri hunda og þykir mér það sjálfsagt að borga fyrir hundinn minn í strætó.
Sé bönunin vegna kvartana frá öðrum farþegum þá væri mögulega hægt að banna hunda í strætó á háannatímum en leyfa þá aðra tíma.
Með þessu bréfi er ég bara að spurjast fyrir.. ekki einungis að senda “hund”leiðinlegt bréf.
Með von um svar, Solla

Og vissulega fékk Solla svar.

Komdu sæl Solla.
Fyrir þó nokkrum árum stóðum við frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvort flytja ætti hunda eða ketti með vögnunum. Fram að því kom einstaka sinnum fyrir að farþegi kom með hund með sér í vagninn. Svo var þetta farið að aukast og þar með komu kvartanir frá farþegum sem töldu sig ekki örugga gagnvart dýrum og töldu sér ekki fært að ferðast með vögnunum með þeim.
Þar af leiðandi var dýrunum hafnað. Kveðja ÞH.

Þetta þykir mér ekki nægilega gott svar því ég vil gjarnan vita hvenær þeir bönnuðu dýrin..

Ég vildi bara sýna ykkur úr þessari “rannsókn” minni og koma af stað umræðu.

Solla.
ZZZzzzz