Ég hef verið að hugsa um það í gegnum tíðina, hverju ég á að svara þegar fólk spyr mig hvers vegna ég vilji endilega hafa ættbók á hundunum mínum . Er þetta bara eintómt snobb eða leið til að geta sífelt grobbað sig yfir að eiga HREINræktaðan hund ?
Nei, engan vegin! Ættbókin er, fyrir mér, sönnun þess að ég sé að fá það sem ég ætlaði að kaupa, en ekki bara eitthvað happa-glappa. Með ættbók fæ ég að vita hvaðan hundurinn minn er hverjir eru á bak við hann og hvort að einhver af þeim sé með einhverja erfðargalla, sjúkdóma, augnvandamál eða eitthvað slíkt. Einnig er aðgengið að foreldrunum mikilvægt til að vita hvort að hundurinn minn geti fengið eitthvað af þeim sjúkdómum sem foreldri gæti fengið eftir að pörun hefur átt sér stað.
“Akkuru ætti ég að vilja sýna hundinn minn?”
Tja, hvers vegna kemur allt þetta fólk saman með hundana sína til að hlaupa með þá í hringi og keppa við aðra hundu um fegurð? Jú. Þetta fólk er komið þangað til að fá ræktunardóm á hundana sína. Hvort sem það ætlar að rækta undan þeim í framtíðinni, að ræktendur vilji fá dóm á afrakstur ræktunar sinnar eða bara fyrir eigin forvitni, þá er þetta mjög góð leið til að sjá hvernig stofn hverrar tegundar stendur.
“Ok, ok, en hvað um okkur sem engan áhuga höfum á því að rækta eða sýna hundana okkar? Hvað gerir ættbókin fyrir okkur?”
Eins og ég sagði hér í byrjun, þá er heilbrygðið númer eitt (allavega hjá mér), hvort sem það er líkamlegt eða andlegt heilbrygði þá er eins gott að vera nokkuð viss um að maður sé ekki að kaupa köttinn í sekknum. Svo eru það extra kostir þess að vera í félagi með fólki sem hefur sama áhugamál og maður sjálfur og geta jafnvel stundað göngur og félagsskap með fólki sem á sömu tegund eða eitthvað slíkt. Einnig er fyrir t.d. veiðimenn, veiðihundanámskeið einungis fyrir þá sem eru með ættbók í félaginu, bara svona sem dæmi

Nú er svo komið að margir eru farnir að rækta hunda og einbeita sér þá yfirleitt að einni tegund, kynna sér hana og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hvolpa sem eru eins nálægt standardinum og mögulegt er. Þetta er dýrt sport, og engin ætti að fara útí þetta til að græða á því… Dæmið gengur því miður ekki þannig og koma fæstir ræktendur út í góðum plús eftir alla vinnuna og erfiðið, þó svo að hvolparnir séu seldir dýrum dómum.
Og nú langar mig að spyrja…. þegar fólk setur upp auglýsingar á borð við:


BORDER COLLIE hvolpar fást gefins!
Fallegir go fjörugir Border collie hvolpar
þurfa að komast á ný heimili sem fyrst.
Uppl. í síma: 888 8888

…og svo kemur í ljós við nánari athugun að engin sönnun er fyrir hreinleika þeirra og jafnvel viðurkenna “ræktendurnir” að þeir gætu verið smá blandaðir e-s staðar aftur í ættir.
… Er þetta bara saklaus upplifting á hvolpunum til að losna við þá, (það er sannað að fólk vill frekar eiga það sem heitir eitthvað) eða eru þetta hreinlega vörusvik?