Daginn.
Þannig er mál með vexti að ég er að hugsa alvarlega um að fá mér Chihuahua hvolp. Mig langar mjög mikið að vita hversu lengi er hægt að skilja þessa hunda eftir eina. Hvað þurfa þeir mikið pláss innandyra þann tíma sem þeir eru einir?
Er óhætt að ferðast á milli bæja með lítinn hvolp? Í bíl það er að segja, hálftíma keyrsla um það bil.
Hvað tekur venjulega langan tíma að kenna þeim hvar þeir eiga að pissa og kúka og er hægt að hafa svona einskonar ,,litterbox" fyrir svona litla hunda? Svona kúkakassa :P
Hvað þarf maður að vera mikið með þeim til að byrja með? Það segir sig sjálft að venjulegt vinnandi fólk getur ekki verið með hvolpnum frá átta á morgnana og til 5 - 6 á kvöldin. Hvað er þá gert?
Þetta er býsna erfitt fyrikomulag, þið kannski segið mér hvað ykkur finnst um þetta og hvort að það sé ráðlegt að fá mér hvolp núna. Here it goes.
Ég á heima úti á landi og kærastan mín í nágrannabæ sem er u.þ.b. 20 mínútna akstur á milli. Hvorugt okkar á bíl. Ég á heima í foreldrahúsum en er tvítugur. Foreldrarnir vilja alls ekki hund í húsið og því ætlum við að reyna að hafa hundinn heima hjá kærustunni minni. Við göngum bæði í skóla í mínum heimabæ.
Ef að við ætlum að hafa hundinn heima hjá henni þá er sá hængur á að það er enginn í húsinu á milli 8 á morgnana til 5 á daginn. Getur hvolpur og hundur lifað við þau skilyrði? Vitið þið um einhver önnur ráð heldur en að skilja hann bara eftir einan?
Við höfum hugsað um þetta mjööög lengi og hefur lengi langað í hund. Erum mjög veik fyrir svona litlum krúsídúllum :)
Annað líka, er hægt að fara með hund útúr landinu? Þ.e.a.s. ef að við flytjum til Danmerkur, væri þá hægt að fá hundinn með á einhvern máta?
Bíð spenntur eftir svörum því að við erum alveg desperate hérna :(
Shiznack