Ég vaknaði klukkan fimm því að ég vissi að það var eitthvað mikið að gerast í dag.
Ég beið og beið eftir að síminn hringdi.
Klukkan níu hringdi síminn.
Er að koma að sækja þig sagði röddin í símanum.
Ok gerði mig tilbúna.
labbaði útí bíl, í skottinu voru höfðingjarnir. Rökkvi og Sunna.
það hafði snjóað gífurlega mikið og jeppinn barðist um í sköflunum.
Við keyrðum á áfangastað og þar var fjölskyldan búin að safnast saman.
Við hjálpuðum Sunnu og Rökkva útúr bílnum.
Sunna elskar að leika sér í snjó. hún þefaði um og ég kastaði til hennar snjóbolta
og þó svo að hún væri 98 ára á mannsaldri þá greip hún boltana og tuggði þá.
Hún skokkaði um, við keyptum handa henni fullt af hundanammi og hún hafði það
svo gott.
því að það verður eitt sagt um Sunnu að hún kann að biðja um hluti..
Það er ekki hægt að segja nei við þeta retriver andlit!!!
Við tókum öll stund og fylgdumst með henni sniffa í snjónum.
Síðan gátum við ekki meir.
Bryndís byrjaði svo Pétur, loks ég og síðan koll af kolli hágrétum við og trúðum
ekki að þetta væri að gerast.
Við lékum við hana og gáfum henni nammi.
Síðan var farið inn og útskýrt fyrir yngri kynslóðinni hvað væri að í bígerð.
Við síðan héldum á þeim inn í bíl.
Ég og Pétur kvöddum hina og Pétur keyrði mig heim, ég horfð á Sunnu fallegu og
sagði jæja gamla láttu þér líða vel
ég fór yfir mig komin af sorg inní húsið og með útsýni yfir víðidalinn og
dýraspítalan sá ég þegar Pétur keyrði þangað niður eftir.
Opnaði bílinn og hleypti gömlu út.
Bless Sunna ég mun aldrei sjá þig aftur en ég veit að þér líður vel og þú ert núna á
stað þar sem er alltaf snjór, heitt vatn til að synda í og krakkarnir missa matinn
við matarborðið niður á gólf…
Ég vona að þú hafir sofnað vel og ég mun ávallt sakna þín.
Ó, dauði taktu vel þeim vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Þá hefnir sín að hafa margs að sakna
en hinn sem aldrei líf sitt jörðu hér batt,
fær sofnað rótt án óskar um að vakna
fær óttalaust án fyrirvara kvatt.
Þú lifir í hjarta mínu.
————————