Fyrir þá sem ekki vita var German Pinscher meðal annars notaður í uppruna Doberman Pinscher, enda eru þeir keimlíkir í útliti en German Pinscher er talsvert minni. Það eru til 2 eða 3 Min. Pinscher hér á landi og það má frekar segja að German Pinscher sé stærri útgáfa á þeim frekar en að þeir séu minni útgáfa á Doberman. Þetta eru fjörugir félagar sem geta orðið býstna langlífir. Þeir þurfa litla sem enga feldhirðu en svolitla hreyfingu. Þeir eru meðalstórir og eru í tegundarhóp 2 (Section 1 ásamt Schnauzer).
- www.dobermann.name -