Kenning er um að forfeður hundanna hafa komið í forn rómar tímum með Gaul mönnum.
Þeir hafa verið ræktaðir í Wales í 400 hundruð ár.
Þeir eru blöndun á milli Clumber Spaniel og nokkra valinna Veilskra Spaniela.
Þeir eiga að verða 40 til 50 cm háir og ættu að verða 35 – 45 kg þungir.
Einkenni þeirra er hinn gullfallegi rauði litur, en til að verða viðurkenndir verða hundarnir að hafa rauðan og hvítan feld.
Feldurinn er beinn og flatur og silkimjúkur en loðinn á brjósti undir líkamanum og á fótum.
Hundurinn er vinalegur, glaðlegur, viðkvæmur og sjálfstæður.
Er góður með börnum og þolir önnur gæludýr.
(en auðvitað er hægt að breyta því auðveldlega með rangri uppölun)
Hann er efni í frábæran varðhund þ.e. hann er góður þjófavari þó að það sé litlar líkur á að hann ráðist á innbrotsþjóf.
Umhirða: Það þarf að strjúka yfir hundinn með grófum bursta tvisvar í viku.
Þeir fara úr hárum tvisvar á ári og þá þarf auka umhirðu.
Skoða þarf eyru þeirra vegna gras fræja á sumrin og einnig eru þeir í hættu að fá eyrnasýkingu. Snyrta þarf á milli tánna og klippa neglur reglulega.
Tegundin þarf reglulega hreyfingu í og án ólar.
Ef ekki er næg hreyfing fyrir hendi þá eiga þeir það á hættu að verða feitir og latir.
Þeir hafa mjög gaman af því að synda.
Þjálfun: Welsh hvolpar þurfa að vera sem mest með fólki til að gera þá ekki mannfælna. Hlýðniþjálfun og sæki þjálfun skal byrja strax um 6 mánaða aldur.
Þeir hafa tilhneigingu til að strjúka og þurfa þjálfun til að koma í veg fyrir það.
Þeir eru fljótir að læra, hlýðni þeirra er í meðallagi og geta þeirra til að leysa vandamál er í meðalagi.
Þeir hafa gríðarlega þörf til að hreyfa sig bæði innandyra sem og utandyra.
Tegundin er ekki ætlað að vera í búrum. Þeir ættu að vera í húsi sem er með girtan garð. Eigandi þessara tegundar þarf að eyða tíma í að veita þeim störf til að kljást við hvort sem það er veiðar, sækja hluti eða fimi æfingar.
Wels Springer Spaniel verður 12 – 14 ára gamall.
Heilsuvandamál eru mjaðmalos og flogaveiki.
Í gotum koma 6 – 10 hvolpar.
Þeir voru fyrst viðurkennd tegung af AKC( American Kennel Club) 1914.
Þeir eru veiðihundar og þá helst byssu hundar.
Ég hef mikinn áhuga á þessum hundum því að þeir eru með gullfallegan feld og eru ekki til hér á landi, þeir eru léttari en Springer Spaniel og liprari.
Vonandi höfðuð þið gaman að þessu.. (:
————————