Mér langar aðeins að segja frá hvernig voffinn minn komst í mínar hendur, eða öllu heldur hvernig ég komst í hans líf.
Ég hafði átt kött í um 16 ár, en vegna slæmrar sykursýki neyddist ég til að fara með kisuna mína og láta svæfa hana, eitt af því erfiðasta sem ég hef þurft að gera.
Ég ákváð að fá mér ekki annað gæludýr, fannst ekkert annað dýr geta komið í staðinn fyrir kisuna mína, og við þetta stóð ég í nokkra mánuði, svo gerðist svolítið undarlegt einn föstudag fyrir um 1 og hálfu ári, ég var að vinna, klukkan að verða 5 og ég fór að ganga frá á skrifstofunni, var búinn að slökkva á tölvunni og meira að segja ljósin, þegar ég allt í einu settist við símann, reif upp símaskránna og hringdi í Dýraspítalann í Víðidal, ég veit ekki af hverju ég gerði þetta, bara eitthvað ..??
Ég spurði einn af dýralæknunum hvort það væri nokkuð einhver voffi þarna hjá þeim sem enginn ætti eða engin vildi eiga, og svarið.: jú, við erum með einn lítinn strák (hund) hérna sem á að fara að svæfa eftir nokkrar mínutur vegna þess að konan sem átti hann gat ekki verið með hann lengur, ég hugsaði mig ekki tvisvar um, sagði þeim að bíða með það og að ég væri á leiðinni til þeirra, með það rauk ég út í bíl og brenndi upp í víðidal, ég fór að velta fyrir mér á leiðinni hvað í ósköpunum hefði fengið mig til að gera þetta.. því ég hafði ákveðið að fá mér ekki annað gæludýr, ég vissi líka að ef ég færi upp í Víðidal, og færi inn og hitti pjakkinn þá myndi ég taka hann með mér heim, alveg sama hvernig hann væri.
Svo kem ég á Spítalann, og var beðið eftir mér, ég lallaði mér inn með einum lækninum, og þar kom hlaupandi á móti mér lítill svartur, krullhærður, síðhærður, horaður og skítugur voffi, hann kom beint í fangið á mér og þar með vissi ég að ég færi ekki einn heim. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum, læknarnir vissu ekkert um hann nema að hann væri ca 3 ára, og að hann héti Bangsi, ekkert annað,
Nú er ég búinn að eiga Bangsa í um 1 og hálft ár og ég hef aldrei geta trúað ánægjunni sem við höfum af hvorum öðrum, hann er alltaf með mér, bæði heima að sjálfsögðu og í vinnunni, við förum á rúntinn, í ferðalög, í sumarbústaði, í heimsóknir og allt hvað eina, ég komst að því fyrir tilviljun hvaðan hann kom, og komst að því að hann er hálfur terrier og hálfur doberman, skrítin blanda en ótrúlega skemmtileg, það er endalaus leikur í honum, hann er orðinn soldið pattaralegri, hreinn, hann fer reglulega í klippingu, (sem hann er ekki alveg sáttur við :)
Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta hérna er að mér blöskrar stundum lætin í fólki við að eiga hreinræktaðann hund, ég þekki margar ljótar sögur um fólk sem fær sér hund, bara til að sýna á sýningum, svo er mikill áhugi og elja við að þjálfa hundinn fyrir sýningar, en svo kannski kemur í ljós “galli” í hundinum og áhugi fólks hverfur, og hundurinn hættir að fá athygli.
Mér finnst ekkert athyglisvert við hundasýningar, heldur finnst mér að fólk eigi að taka þátt í þeim með réttu hugarfari, hundar eru dýr með mjög sterkar tilfinningar og skoðanir, hvort sem þeir séu sýningarhæfir eða “gallaðir”,, mitt ráð er, ef þú ætlar að fá þér hund sem félaga og vin, þá skiptir engu máli hvort hann sé hreinræktaður eða kokteill…bara voffi…besti vinurinn. :)