Ég tók eftir könnun hérna sem hlóðaði svona: Ferðu með hundinn þinn út að labba á hverjum degi?
Mig blöskraði við að lesa þetta, ALLIR hundar þurfa að fara út á HVERJUM EINASTA degi, hvort sem þeir eru stórir, litlir, feitir eða mjóir.
Sumir halda að smáhundar eins og Chihuahua og Pommar þurfa bara að fara nokkrum sinnum út í garð á dag, sem er alger misskilningur. Hundar þurfa hreyfingu, þurfa að þefa og skipta um umhverfi minnst einu sinni á dag, helst meir.
Þó að kettir geta verið innikettir þá geta hundar það ekki.
Hreyfingarleysi hja hundum getur leitt til streitu eða taugaveiklunar, jafnvel alvarlegri sjukdoma. Það er hrein misnotkun á dyrum i minum huga, ef hundaeigandi fer ekki með hundinn sinn i göngutur á hverjum degi.
Það er kannski allt i lagi ef hundurinn fer ekki i göngutur einn dag á ári, en þá á maður að leika við hann inni í staðinn og þannig fær hann a.m.k. smá hreyfingu yfir daginn.
Hundar taka upp á ýmsu ef þeir fá ekki það sem þeir þarfnast, t.d. naga þeir skó eða annað til að losa sig við pirringinn.
Ef að hundurinn minn t.d fer ekki út strax og við vöknum þá gerir hann eitthvad af sér, púðar verða t.d. vinsælt nagdót ;)
Alla vegana þá vil eg bara minna alla hundaeigendur á mikilvægi göngutúra og hreyfingu fyrir hunda. Ef maður hefur ekki tíma til þess að fara ut með hundinn sinn þá hefur, maður einfaldlega ekki tíma fyrir hund, fá sér þá frekar kött eða bangsa-hund ;)
Kveðja,
labgirl –> sem er á leiðinni út með hundinn sinn ;)