Sæl. Afhverju þarf ég að gera heimili mitt kattarhelt, við þessari spurningu, vildi ég mjög gjarnan fá svar, eru þá líka öll heimili sem ættu að gera það ?? Ég er ekki að gera lítið úr kattareigendum, EINU SINNI ENN, OG LEGGÐU ÞETTA Á MINNIÐ, það er verið að tala um og lestu nú vel, þeir sem eiga hunda, greiða árlega 15.000.- þeir meiga ekki ganga lausir, fólk skal alltaf þrífa upp eftir þá, og gæta þess að þeir valdi engum skaða, sem getur komið fyrir alla hunda, svo kemur málið, okkur langar til að vita í hvað þessir peningar fara og hvar við getum verið með hundana okkar, því það er alltaf að fækka stöðum sem maður má vera með hund. Þá fannst einhverjum, að þeir sem ættu ketti, ættu líka að greiða gjald, þetta finnst manni sjálfsagður hlutur, því þeir gera stykkin sín út um allt, og eru sandkassar á leikskólum mjög vinsælir, þá er komið að því sem hundaeigendur þurfa að gera árlega, og það er að spraut-og ormahreinsa þá, getur þú sagt mér hvaða efni og til hvers er verið að sprautaþá, einnig afhverju ormahreinsa, heldur þú virkilega að kettir þurfa þetta ekki líka, en þú ert nú reyndar búinn að svara fyrir þig, spurningu sem ég lagði ekki fyrir þig, þú segir orðrétt. VIÐ KATTAREIGENDUR EIGUM ÞAÐ SVO GOTT. Þessi orð segja eiginlega allt sem enginn annar kattareigandi hefði látið frá sér.
Popo , the mighty one…
Sæl popo…ég held að ég verði að svara bréfi þínu lið fyrir lið svo ég gleymi engu.
“Afhverju þarf ég að gera heimili mitt kattarhelt,”
Ef þú vilt ekki fá ketti inn þá gerir þú heimilið þitt kattahelt. Lausaganga katta í Rvk. er ennþá lögleg svo að þangað til að hún verður bönnuð berð þú ábyrgð á þínu eigin heimili.
“það er verið að tala um og lestu nú vel, þeir sem eiga hunda, greiða árlega 15.000.- þeir meiga ekki ganga lausir, fólk skal alltaf þrífa upp eftir þá, og gæta þess að þeir valdi engum skaða,…”
Nú veit ég ekki alveg hvað þú ert að fara með þessarri löngu línu. Mér persónulega finnst eðlilegt að þrífa upp eftir hundinn minn, passa að hún sé ekki laus og passa að hún valdi ekki skaða. Þessi peningur sem við hundaeigendur erum að borga væri gaman að fá sundurliðað hvað verið er að nota hann í. Nú hefur þú áður sagt að þú borgir ekki leyfisgjald fyrir hundana þína og því ertu þá að kvarta yfir þessu?
“getur þú sagt mér hvaða efni og til hvers er verið að sprautaþá, einnig afhverju ormahreinsa, heldur þú virkilega að kettir þurfa þetta ekki líka,”
Nú verð ég bara að viðurkenna fáfræði mína í fyrir hverju kettir eru bólusettir 1 x á ári en ég get ímyndað mér eitthvað eins og kattafár, kattainflúensu eða eitthvað slíkt. Ormahreinsun segir sig náttla bara sjálf, hún er til að koma í veg fyrir orma í köttum. Ég persónulega get ekki borið ábyrgð á þeim eigendum katta sem ekki fara með þá til dýra í bólusetningu og ormahreinun. Ég get aðeins sýnt ábyrgð með því að fara með mín eigin dýr og hvatt aðra til að gera það sama.
“en þú ert nú reyndar búinn að svara fyrir þig, spurningu sem ég lagði ekki fyrir þig, þú segir orðrétt. VIÐ KATTAREIGENDUR EIGUM ÞAÐ SVO GOTT. Þessi orð segja eiginlega allt sem enginn annar kattareigandi hefði látið frá sér.”
Ég er búin að renna yfir öll mín skrif og ég sé ekki betur en að þú leggir mér þessi orð í munn, ekkert líkt þessu hef ég skrifað hér, hvorki á hunda eða katta áhugamálinu.
En jú, kattaeigendur hafa það rosa gott, við eigum ketti og kunnum að meta þá, er hægt að biðja um meiri hamingju?
Við getum rifist endalaust um þetta en því miður fæst enginn sameiginleg niðurstaða þrátt fyrir að ég hafi t.d. sömu hagsmuni og þú varðandi hundana okkar. Mér þykir bara leiðinlegt að þú sért ekki að borga af hundunum þínum eins og ég.
IceCat
0
Sæl, Ég er alveg hætt að skilja þig, hvernig væri að þú myndir skrifa greinina upp þar sem ég á að hafa sagt orðrétt, við kattareigendur eigum það svo gott, hvernig í ósköpunum dettur þér í hug eftir allt sem ég hef skrifað að ég EIGI SVO ALLT Í EINU KÖTT OG VIÐ KISA EIGUM ÞAÐ SVO GOTT. Er ekki allt í lagi, ég greiði tryggingu fyrir mig og mína svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af.
Popo , the mighty one…
0
Hmmm…lestu þetta yfir aftur sem þú skrifaður, ég er ekki að lesa neitt nema rugl út úr þessu. Á meðan svo er get ég ómögulega svarað þér.
IceCat
0
Bíddu nú aðeins í smá stun ég er ekki aaaallveg að ná einu. Segi ég orðrétt ,,Við kattaeigendur eigum það svo gott“ ?? Ég hef ekki orðið vör við það. Endilega benntu mér á þetta svar mitt!
Ég veit ekki af hverju þú ættir að gera þitt heimili katta-helt og mér finnst ekki að nokkur ætti að þurfa að gera það, þar er allgjör óþarfi, það á bara hver að hafa hemil á sínum dýrum.
Mér fanns það nú vera svolítið þannig að þú værir að gera lítið úr kattaeigendum, kannski hef ég bara misskilið.
Ég hef því miður engin svör við því hvert ykkar peningar fara - ég er ekkert inní þessum ,,hunda-bisnes” :D
Þá veit ég ekki heldur hvar þið eigið að vera með hundana ykkar.
Já, auðvitað er allveg rökrétt að kattaeigendur eigi líka að borga gjald, EF kettirnir fara út.
Ég veit ekki nákvæmlega hvaða efni þetta eru sem verið er að sprauta í kettina og ég veit bara ekkert um hunda-sprautu-málin. Ég veit hinsvegar að það er SKYLDA, já SKYLDA fyrir ALLA kattaeigendur að láta sprauta kisurnar AÐ MINNSTA KOSTI við kattainflúensu og kattafári. Einnig er SKYLDA að ormahreinsa einusinni á ári
Ormar í kísum/hundum eru það ekki bara svipað og njálgur í mönnum??
Er þá ekki bara ágætt með að hreinsa það úr kisum/hundum??
Ekki vil ég hafa mínar kisur með einhverja orma!
Kv.
Vala
Svo er maður sá er manngi ann, hvað skal hann lengi lifa?
0