Hver er eiginleg réttindastaðan hjá okkur hundaeigendum eins og málin standa í
dag? Hundahald er bannað í Reykjavík (með undanþágum), lítið er um ruslafötur
og hundasvæðin illa hirt. Meira að segja er Geirsnef notað undir brennu á ári
hverju, og það er nú engin smá sóðaskapur sem að fylgir því. Ég vill setja
skuldina á R-listann. Ingibjörg Sólrún sagði 1994 þegar hún komst fyrst til valda
að það hefði verið nauðgun á íbúa borgarinnar af hálfu Davíðs Oddsonar þegar
hann rýmkaði til í hundahaldsmálunum (hann eins og allir vita er mikill
hundamaður). Síðan þá á fyrir löngu að vera búið að leyfa hundahald, líkt og í
nágrannasveitarfélögunum garðabæ, hafnafirði, kópavog og álftanesi. Það hefur
bara ekki verið vilji fyrir því af hálfu R-listanns og hann er ekki að breytast.

Það kom nú tillaga frá þeim um að banna lausagöngu katta. Helgi í ríó tríó eða
innlit útlit núna, kom með þá tillögu og tóku nokkrir R-lista menn vel í hana, sem
betur fer náði hún ekki fram að ganga og kettir mega vera óáreittir í borginni.

Sínum nú vilja í verki og stöndum á kröfum okkar í næstu kosningum og fáum
hundahald leyft, það er löngu kominn tími á það. Bara fjöldin sem á hunda í
borginni nægir til að koma manni inn í borgarstjórn, nýtum þann fjölda.