Ég get nú alveg sagt það að aldrei datt mér í hug að eitthvað jafn viðurstyggilegt og afbrigðilegt gæti komið fyrir hundinn minn.
Þess vegna vil ég spyrja, er þetta eðlileg hegðun?

Það gerðis nefnilega þannig:

Ég ætlaði að fara út með hundinn minn í stutta gönguferð til að leyfa henni að skíta og aðeins að hreyfa sig.
Við byrjum á því að skokka smá spöl þangað til að við komum að litlum hól þar sem að er umferðargata hinum megin við og þar er stutt leið á góða gönguleið sem mér datt í hug að fara á.
Við hlaupum upp hólinn og svo þegar við komum upp á topp stoppaði ég aðeins til þess að líta í kringum mig. Það er nefnilega mjög fallegt útsýni af þessum hól.
En jæja, ég ákveð svo að halda áfram. Á miðri leið niður stoppar hundurinn allt í einu í miðri brekkunni. Svo byrjar hún að velta sér á fullu í grasinu og nýtur þess alveg í hástert. Fyrst hélt ég að henni þætti bara gott að velta sér í djúpu grasinu og ákvað að stoppa aðeins og leyfa henni að gera þetta. Svo sé ég eins og móta fyrir einhverri klessu í grasinu (þetta var svoldið seint um kvöld) og ætla aðeins að kíkja á það. Þá finn ég þessa viðbjóðslegu fýlu sem ég get svo svarið er eins og úldið rassgat á klóaksbleyttu rottulíki (ef einhver þarna úti veit hvernig lykt ég er að tala um þá vorkenni ég honum/henni). Kemur þá ekki bara í ljós að þarna er risastór klessa af því sem virðist vera niðurgangur úr einhverri skepnu. Klessan var of stór til að geta verið úr hundi eða ketti þannig að mér datt helst í hug að þetta væri úr hesti eða þá einhverjum manni. Og hundurinn sem var búinn að velta sér uppúr þessu í nokkrar mínútur var núna alveg þakin í þessum viðbjóði.
Sem betur fer var ég ekki kominn langt frá húsinu og hleyp með hana heim og bara beint oní baðkarið. Þar eyði ég hátt í klukkutíma í að skrúbba hana frá toppi til táar og svo að þurrka henni. Svo fer annar hálftími í það að skrúbba baðkarið og allt þar í kring.

Spurningin mín er:
Er það eðlilegt að hundurinn njóti þess svona að velta sér í skitu úr öðru dýri (eða manni)??.
In such a world as this does one dare to think for himself?