ég hef ekki hugmynd hvort einhver hefur skrifað um þetta eða eitthvað en ég ætla að skrifa um þetta.
Systir mín er blaðberi hjá mogganum og ég er oft að hjálpa henni að bera út og hér er staðreynd eitt: Hundar bíta blaðbera. OK þeir kanski bíta ekki enn þeir glefsa í blaðbera og þeir geta ráðist á þá. Það er nefnilega ekki bara í andrésblöðum eða myndasögum þar sem blaðberar eru hræddir við hunda, þeir eru stórhætturlegir snemma á morgnanna, reiðubúnir að verja hús sitt með kjafti og klóm.
Þó að hundar eru góðir fallegir og allt það, hlýðnir verðlaunahundar og svo framvegis þá vilja þeir verja húsið sitt og þeir eru hættulegir við blaðbera og ég vil því biðja alla þá sem eiga hunda að hafa þá ekki í forstofunni þegar blaðberar eru að bera út og ekki hafa þá úti á morgnanna þegar verið er að bera út. Bara svona almenn kurteisi við blaðbera.
Ég þekki dæmi, reyndar út í Danmörku að blaðberi þorði ekki að bera út í hús vinafólks okkars sem eiga þýskan veiðihund (Gutta)því að hann var svo duglegur að gelta á hann og glefsa svo að blaðberinn þorði ekki að bera út til þeirra og það endaði með því að þau neyddust til að setja póstkassa upp.
Endilega hafið ekki opið í forstofunni á morgnanna þegar blaðberar eru að koma blaðinu til ykkar, því að hundar eru stórhættulegir á morgnanna.
kv. Fantasia