Ég fór með tvo hunda á Geirsnefið í dag, en nú hefur allan snjó leyst þar. Geirsnef
hefur sennilega aldrei verið eins ógeðsleg miðstöð hundahægða, og hefur sjaldan
verið ólystugra að valsa þarna um.
Ég er svolítið gáttaður á hversu innilega latt fólk getur verið. Mér finnst sífellt
færast í aukana að fólk komi þarna á bílum og keyri í hringi á meðan hundarnir
elta. Svo fara hundarnir eðli málsins samkvæmt og losa, en eigendurnir keyra
áfram eins og ekkert haf í skorist og láta sér lítið um finnast að annað fólk og
hundar þurfi að vaða í skítnum frá þeirra dýrum. Fyrir vikið kemur Geirsnefið
hörmulega undan vetri, og er hundaeigendum til skammar.
Ekki furða að það sé erfitt að berjast fyrir réttindum hóps sem ekki kemur betur
fram á eigin svæðum. Ég legg til að öll umferð um Geirsnefið verði bönnuð nema
til að koma að og frá. Undanþágur mætti gera fyrir fólk sem á í erfiðleikum með
hreyfingu, en ekki fyrir fullhrausta letingja. Hananú.