Ég á 7 ára hund sem heitir Runni og er litla barnið í fjölskyldunni en nú er komið upp vandamál með hann. Mamma mín er búin að vera slæm af exemi síðan ég man eftir mér en nú síðasta árið hefur það ágerst mjög mikið og hún upplifir margar svefnausar nætur útaf þessu. Hún hefur farið í allskonar test og ofnæmispróf og búin að reyna allt til að minnka þetta. Nýlega sagði hún mér að hún væri með hundaofnæmi, þá var henni búið að gruna það í einhvern tíma en ekki viljað segja neitt og þorði ekki að láta athuga það. Viss tegund af afneitun býst ég við.
Mamma vill auðvitað ekki að við losum okkur við hann en hún vill að sjálfsögðu halda heilsunni. Runni sefur inni hjá mömu og pabba og hann er sko mesti mömmustrákur í heimi. Við erum að reyna að láta hann sofa inni hjá mér (herbergið mitt er í kjallaranum en ekki í svefnálmunni í húsinu) en hann vælir bara og vælir litla greyið. Hann er svo ekki sáttur við mig og er alveg hættur að “tala” við mig. Við erum búin að setja körfuna hans, búrið, teppið og bangsann hans niður til mín en samt hættir hann ekki að væla og vill alltaf koma upp í til mín og byrjar þá að sleikja mig á fullu.
Vitiði um eitthvað gott ráð til að fá hann til að róast niður og fara að sofa við aðrar aðstæður en hann er vanur eða er það orðið of seint vegna aldurs hans?
Ég er despret, ég vil alls ekki láta lóga honum!
-Það er snákur í stígvélinu mínu