Kisan mín hún Damíta hafði sloppið út og verið þar í 3 daga og þegar hún kom til baka fór hún að sýna þess öll merki að hún væri kettlingarfull, ég var meiri segja búin að auglýsa kettlingana hennar á hugi-kettir undir slysabörn. Molly Golden tíkin mín hafði hins vegar farið í pössun um leið og við urðum vör við
að hún væri komin á lóðerí þar sem hún er nú varla ársgömul (verður 1 árs 11 des) og við erum með ógeldan Labrador(móðir)/boxer(faðir) blending. Maðurinn hefur nefnilega ekki tekið það í mál að láta gelda hann, mætti halda að ég væri að biðja hann um að láta gelda sjálfan sig :)
Nú líðan vikunar og mér finnst ekki sjást nóg á Damítu,aftur á móti finnst mér skrítið að spennanir á Molly hafa stækkað svo og maginn á henni en ég taldi víst að hún væri ímyndunar hvolpafull.
Ég fór síðan með báðar til dýralæknis sem þreyfaði á þeim báðum en gat sjálfur ekki verið viss. Þær voru síðan settar í sónar og þá kom í ljós að Damíta var ímyndunar kettlingafull en Molly var hins vegar hvolpafull. Ég fékk sjokk þar sem þetta var sko ekki á dagskrá. Hún átti að fá að eiga hvolpa rúmlega 2 ára og þá með Golden hundi. Molly hefur sennilega farið á lóðeri að nóttu til og Bubbi (labrador/boxer) nýtt sér tækifærið. Það komu nefnilega ekki aðrir hundar til greina.
Viti menn í gærkvöldi fæddust síðan 8 hvolpar (ég og dýralæknirinn heldu að þeir væru svona 4 -5) 4 tíkur og 4 hundar og það fer ekki á milli mála hver Pabbinn er ;) Allir eru rosa sprækir og fallegir (eða það finnst mér ;) Ég hef ekki nokkra áhyggjur af því að þetta verða yndislegir hundar þar sem báðir foreldrar eru með frábært lundarfar og rosalega barngóðir. Fyrir utan þá eru báðir foreldar fallegir hundar ;)
Þannig að það komu bara hvolpar í stað kettlinga :))