Ég á 10 ára gamlan svartan labba sem heitir Rex. Hann er lærður sem björgunarhundur og kann rústaleit, snjóflóðaleit, vatnaleit og víðavangsleit. En er núna hættur því að mestu enda orðinn 10 ára. Rex er samt svo sprækur að hann á eftir að lifa nokkur góð ár í viðbót. Við vorum mikið að hugsa um hvað væri nú leiðinlegt ef Rex myndi fara án þess að eiga erfingja, og við fundum gæsilega svarta labbatík til að eiga hvolpa með honum. Svo núna 17. Október síðastliðinn fæddust 5 hvolpar. 2 tíkur og 3 hundar, einn hundurinn og ein tíkin voru brún! Þetta brúna gen þarf að vera bæði til staðar í tíkini og hundinum svo að brúnir hvolpar geti fæðst. Við vissum ekkert um þetta brúna gen í þeim svo þetta kom okkur mjög að óvart! Hvolparnir stækka vel og eru allir búnir að opna augun og margir orðnir góðir í að labba. En rosalega er þessi brúni litur fallegur! Er mikið til af brúnum löbbum hérna á Íslandi?
Kær kveðja Hebba
Úúú! I feel like að human potato!