Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að segja að þetta sé Dalsmynni 2, en þetta eru samt ekki viðunandi aðstæður. Þetta eru tvær vinkonur sem búa saman og eru með tvær mismunandi ræktunir í gangi. Þetta er schaferræktun, springer og am.cocker. vel á annan tug hunda og með hvolpunum mun fleiri. Um schaferræktandan sjálfan hef ég ekkert nema gott að segja. Hún er með fína hunda á eðlilegu verði. Aftur á móti er hin vinkonan svartur blettur á annars ágætri ræktun. Ég tala af reynslu, þar sem hundar frá báðum ræktendum eru heima hjá mér. Springer og Cocker ræktandinn er orðinn þekktur fyrir það að trassa ættbókarskil og hefur það tekið í sumum tilvikum allt að 1,5 ári. Ég á líka erfitt með að sjá tvær konur sjá um alla þessa hunda, það er hreyfa þá, þrífa, o.s.fv. Ég vona að schaferræktandinn sjái að sér og falli ekki í sömu gryfju og vinkona hennar, um leið og þú færð slæmt orð á þig á svona litlu landi er erfitt að losna við það. Við munum nú öll eftir Mörtu og þökkum fyrir að hún sé flutt af landi brott.
P.s. er mjög ánægður með hundana sjálfa.