Ég er ný hérna á huga og kann ekki mjög vel á þetta en núna ætla ég að skrifa eina grein bara af gamni mínu.
Ég á tík sem að er fjögurra ára og er af tegundinni Pomeranian, hún heitir Birta og er hvít á litinn. Hún er mesta dúlla í hemi og þegar að ég fékk hana var ég ekki með mjög mikin áhuga á hundum en kæresta mín vildi bara fá hana og svo núna erum við Birta bestu vinir. Kæresta mín vildi sérstaklega þessa tegund því að þegar að hún var lítil þá átti hún Pomeranian hund sem að var brúnn og hét Patti, ég hef séð myndir af þeim hundi og hann er algjör dúlla.
Tíkin mín á auðvitað nokkra vini og einn af þeim er Pomeranian hundur sem að heitir Simbi, hann er brúnn. Ég þekki eigendurnar hans mjög vel og við vorum að hugsa að þeu gæti eignast hvolpa saman og við ætlum að bíða smá þangað til að við gerum það en það mun kannski ekki gerast en örugglega. Birta og Simbi eru alltaf að leika sér enda eiga þau heima hliðin á hvoru öðru. Ég fer stundum með eigandi Simba, Simba og Birtu út í göngutúra á morgnanna áður en að ég fer í vinnuna. Við tökum oftast mjög stóran hring og endum svo á fótboltavelli og þar leifum við hundunum að fera lausum og þeir hlaupa út um allt og leika sér. Svo á Birta líka fleirri vini eins og Uglu sem að er ílsenskur hundur og hana Týra sem að blendingur. Hálfur Golden Retriver og hálfur Labrador. Síðan á hún Birta líka annan vin sem að systur kærestu minnar á og sá hundur heitir Mýsla og er Border Collie hundur, Birta og Mýsla hittast ekki oft en þegar að þau gera það þá leika þau sér mikið og eru mjög góðir vinir.
Uppáhaldsdótið hennar Birtu er svona gúmmíbein sem að heyrist svona tíst í þegar að hún bítur í það, hún er alveg búin að naga það og naga og það er frekar illa farið núna. Þegar að við förum í göngutúra þá tek ég þetta dót með og við stoppum á fótboltavelli og ég kasta því og hún nær í það. Svo á hún líka annað dót og það er skopparabolti sem að littla frænka mín gaf honum og hann notar það ekki jafn mikið og gúmmíbeinið en samtt frekar oft, verst er að við erum búin að týna því en við fynnum það örugglega aftur.
Svo á hún Birta mín líka uppáhaldsstað og það er hjá eldhúsinu fyrir framan hurðina er svona poki með grjónum í, svartur sem að er notaður sem stóll og þegar hún er að hvíla sig fer hún oft þangað og er þar mjög lengi.
Eitt sem að er frekar skemmtilegt við hana Birtu er það að þegar maður er sofandi og hún vill leika eða eitthvað fleirra þá sleikur hún á mann tærnar þangað til að maður vaknar. Mér finnst það vera dálítið dúllulegt en getur líka verið pirrandi þegar að klukkan er sjö um helgar og maður er dauðþreyttur eftir gærkvöldið.
Ég veit ekki hvað ég get sagt meira um hana Birtu mína í bili, kannski ég segi eitthvað meira þegar að eitthvað merkilegt gerist hjá henni. Kannski ég skrifa líka um kisuna mína og fiskana mína hérna á huga, ég er rétt svo að fatta hvernig þetta virkar.
Og síðan eitt að lokum, ef þú átt hund segðu þá frá honum og þegar að eitthvað gerist þá segja frá, ég og margir aðrir hafa gamana af því að lesa þannig greinar.
Kveðja Jackson5