Í gær gerðist sorgaratburður í fjölskyldunni okkar. Það var keyrt á hundinn okkar. Við vorum að reka kindur og hún Táta varð fyrir bíl, bíllinn hægði ekki einu sinni á sér keyrði bara áfram. Helv. maðurinn. En hún var mjög nálægt því að deyja held ég kastaðist langa leið frá veginum og bíllinn lenti einhvern veginn á hausnum á henni. Þetta er fjárhundur af íslensku kyni. Ægilega góð og góður smalahundur líka. Hún lá bara allan gærdaginn undir teppi og hreyfði sig ekkert. Mamma hringdi á lækni og hann sagði að hún hefði örugglega fengið heilablæðingu. Við ætlum samt að sjá til af því í morgun var hún farin að dilla skottinu og fylgja manni með augunum, en samt þarf ennþá að mata hana. Við vonum bara að hún nái sér. Við viljum ekki fara að þurfa að lóga henni. :(
Við hugsum bara manninum á bílnum þegjandi þörfina af því hann var næstum búinn að keyra á nokkrar kindur líka.
Takk…