Hæ, labradorinn okkar er nú að verða 8 mánaða bráðum og við höfum verið að gefa honum að éta 2 á dag, morguns og kvölds. En hann er með svo mikið prótein-ofnæmi eða eitthvað að hann má helst ekki fá neitt nema Hill´s fóðrið sem hann er á, annars klórar hann sig og bítur til blóðs.
Nú er svo komið að hann étur eiginlega ekkert! Hann lítur ekki við matnum á morgnana og étur með tregðu á kvöldin, örugglega bara því að þá er hann orðinn svo svangur.
En ég hef líka verið að spá hvort hann sé kannski bara búinn að fá leið á þessu fóðri því við notum það líka sem “nammi” og “verðlaun” því hann er með svo mikið ofnæmi að við vitum ekki hvað er hægt að nota í staðinn. Hann fékk eitthvað af harðfiskroði um síðustu helgi, mágur minn var aðeins að dekra við hann sko…og nú erum við að berjast við kláðann og útbrotin eftir það. Hundurinn liggur og vælir þegar hann er að klóra sér og bíta greyið!
Gæti verið að hann sé bara með leið á fóðrinu? Vitið þið um eitthvað sem er óhætt að gefa honum sem nammi og verðlaun í staðinn fyrir að nota alltaf fóðrið hans? Uppástungur vel þegnar :)