Af minni reynslu sem Boxer eigandi þá veit ég að þessir hundar geta verið svo þverir og þrjóskir að það er ekki eðlilegt.
Er hann ennþá hvolpur? Ég spyr af því að hann fær að borða 3x á dag.
Ef að hann er fullvaxta þá á ein máltíð á dag að duga honum, ásamt því að stuðla að því að hann verður nógu svangur til að leggja matvendnina aðeins til hliðar á meðan það er matur hjá honum.
Ef að hann fær aukabita á milli mála, td. gefið frá borðinu, þá skal hætta því hið snarasta, ekki gefa honum NEITT annað en það þurrfóður sem hann borðar helst.
Gefðu honum að borða þegar heimilisfólkið er búið að borða sinn kvöldmat, getur sett 1-2 tsk. af ólífuolíu yfir matinn hjá honum, það virkar vel fyrir suma hunda.
Ef að hann er ekki búinn að snerta á matnum eða klára hann eftir 15-20 mín. þá skaltu taka matinn af honum og ekki gefa honum næst fyrr en kvöldið eftir, á sama tíma, þeas. þegar þið eruð búin að borða ykkar kvöldmat.
Þetta hljómar hart, en hundar svelta sig ekki ef þeir sjá að þeir hreinlega fá ekkert annað að borða heldur en matinn sinn, og hann MUN borða þurrmatinn þegar hann verður nógu svangur.
Mundu bara að mæla ofan í hann hárréttan skammt miðað við þyngd, þú sérð svo hvort að það sé nóg fyrir hann eða hvort það þurfi aðeins að bæta við (fyrst að hann hreyfir sig svona mikið)
Ef að hann fer ekki að fitna aðeins við þetta, þá getur þú prófað að gefa honum helminginn á morgnana, tekur það svo af honum ef hann er ekki búinn að klára á tilsettum tíma, og hinn helminginn eftir kvöldmat hjá ykkur (og tekur matinn ef hann klárar ekki á tilsettum tíma)
Ég er með þetta prógramm í gangi fyrir minn hund, og hann borðar mjög vel þegar hann fær að borða, hann veit að maturinn er tekinn eftir smá tíma og þá fær hann ekki meira að borða þann daginn, það tók nokkra daga fyrir hann að fatta það.