Uppruni og saga
Bulldog er ásamt hinum þýska böggvi talinn kominn af hinum forngríska Mólassa-hundi,sem var frægasti vígahundur fornaldar.Hann var kenndur við þjóðflokkinn Mólassa,fjallbúa sem bjuggu í Epírus og voru löngum taldir villtastir og frumstæðastir hinna grísku þjóða. Fengu Aþenubúar þessa rakka til hundaats. Telja menn að Mólassa-hundurinn hafi breiðst út með Rómverjum um alla Evrópu og út frá honum hafi böggur komið upp í Þýskalandi en bulldog í Bretlandi ; báðir vígahundar.
Bolabítur er fyrst nefndur árið 1598 í kynningu um bolaat,en Bulldog voru vel þekkt tegund áður en undir nafninu Bandogs,Bonddoggess og bolddogges(þessi nöfn eru reglulega nefnd í enskum bókmenntum frá 1200).
En bolabítar voru sérstaklega kenndir við bolaat,hina blóðugu íþróttagrein miðalda.Forgöngumaður íþróttar um 1210 var Warren jarl af Stamford í Austur Englandi og er varðveittur mikill hrifningaróður hans og annara aðdáenda á þessari “Göfugu” íþróttar sem var í því fólgin að naut var tjóðrað niður á miðjum athring en þó svo að það gat verið á ferli og varið sig. Síðan var nokkrum bolabítum sigað á það, þeir bitu í nautið einkum í granir nautsins og héldu sér fast hvað sem nautið ærslaðist. Svo lauk sýningunni á því að nautið beið bana en oft hafði það orðið 1-2 hundum að bana áður en yfir lauk.
Þegar breska þingið bannaði bolaat árið 1835 virtist bolabítur engu hlutverki gegna lengur.Munaði minnstu að hann yrði útdauða.
Það er einum manni ,Bill George að nafni,að þakka að kynið varðveittist. Bill þessi hélt þó að gæfi honum ekkert í aðra hönd og hann átti einnig mikinn þátt í að umbreyta bolabítnum og hefja hann til vegs og virðingu sem fjölskylduhund. Varð þetta jafnframt upphaf nútíma ræktunar og var fyrsti sérræktarklúbburinn Bulldogs var stofnaður um 1864 og var svo farið að líta á Bulldog sem þjóðartákn Bretlands.
Stofnandi klúbbsins var R.S. Rockstro.Hann kallaði saman áhugamenn um bulldog og mættu 30 á fyrsta fundinn. Um aldarmótin kom í tísku í New York að eiga bolabít og græddu breskir hundaræktendur mikið á því og fjölgun bolabíta varð mikil.
Árið 1879 var fyrst skrifað um staðal hjá bulldog,af Jacob Lamphier og var hann birtur í bók eftir Vero Shaw ,,The book of the dog”.
Á árunum 1902-1914 var félag starfandi sem stuðlaði að því að rækta terrier genin alveg úr bulldog og gera hann stærri og feitari.
Um 1900 og uppúr voru Bulldogum að fjölga.
Besta hundabúið var í eigu John og Marjorie Bernard í Englandi.Þau fengu fyrsta bulldoginn sinn 1925 og þau ræktuðu 14 meistara (unnu Cruft sýningar).Marjorie er mjög þekkt og virt af bulldog ræktendum um heim allann fyrir frábæra ræktun.
Heimildir teknar úr hundabók Fjölva og the book of the bulldog
Meiri upplýsingar munu vera um bolabítinn á heimasíðunni bolabitur.is þegar hún opnar um jólin,þar verða einnig myndir af öllum bolabítum Íslands ásamt ættartölu og fl.